Innlent

Reif úr sér tennur með naglbít - hélt að það væri hlerunarbúnaður í þeim

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skuli vistaður nauðugur á sjúkrahúsi.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skuli vistaður nauðugur á sjúkrahúsi.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að karlmaður skuli vera vistaður nauðugur á sjúkrahúsi. Það var dómsmálaráðuneytið sem tók ákvörðunina en maðurinn kærði hana til dómstóla og var málið tekið fyrir 30. júní síðastliðinn.

Í dómi héraðsdóms kom fram að maðurinn er haldinn aðsóknargeðsjúkdómi og hann hafi greinilegar ranghugmyndir þegar hann var lagður inn á sjúkrahús þann 16. júní síðastliðinn. Þar segir einnig að hann hafi ekki virst gera mun á veruleika og ímyndun. Þá segir ennfremur að hann geti hugsanlega verið hættulegur sjálfum sér en hann greindist með ranghugmyndir árið 2001 þegar hann hafi meðal annars rifið úr sér tennur með naglbít þar sem hann áleit að hlerunarbúnaður væri í þeim.

Dómurinn taldi ljóst að maðurinn væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og geðlæknir álítur rétt að vista hann nauðugan á sjúkrahúsi svo hann fái nauðsynlega meðferð við sjúkdóminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×