Innlent

Fámenn mótmæli við Stjórnarráðshúsið

Það var fámennt fyrir framan Stjórnarráðshúsið í morgun.
Það var fámennt fyrir framan Stjórnarráðshúsið í morgun.

Um það bil 20 mótmælendur standa fyrir framan Stjórnarráðshúsið og mótmæla. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er á vettvangi fara mótmælin friðsamleg fram.

Til stendur að halda stjórnarráðsfund í dag. Nokkrir ráðherrar eru þegar mættir. Það eru Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og svo Kristján Möller samgönguráðherra.

Líkt og í mótmælunum við Seðlabankann í gær, ætlar fólk að mótmæla tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til fjármálafyrirtækja um að virða dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána að vettugi, eins og mótmælendur orða það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×