Innlent

Strandblakvellir fullir öll kvöld

Karl Sigurðsson
Karl Sigurðsson
Mikill uppgangur er í strandblaki um þessar mundir. „Við erum að slá þátttökumet á hverju móti. Það má segja að fjöldi liða hafi tvöfaldast í sumar," segir Karl Sigurðsson, formaður strandblaksnefndar Blaksambands Íslands.

Karl segir að allir strandblakvellir séu fullir öll kvöld. Honum hafa borist margar fyrirspurnir um gerð strandblakvalla víðs vegar um landið.

Að sögn Karls er verið að tala um að búa til strandblakvelli á sextán stöðum á landinu í sumar. „Þá verða yfir þrjátíu vellir á landinu eftir sumarið."

Karl rekur auknar vinsældir strandblaks til þess hversu ódýr íþróttin sé.

„Það þarf ekkert að kaupa dýra hlaupaskó heldur fer fólk bara úr sokkum og skóm og út í sand. Það eina sem þarf er einn bolti," segir Karl Sigurðsson.

- mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×