Innlent

Fimm húsleitir og sjö handteknir í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt fimm húsleitir í Hafnarfirði og handtekið sjö manns undanfarna daga. Á þessum stöðum hafa fundist ýmsir munir en fullvíst er talið að um þýfi sé að ræða.

Þetta eru meðal annars tölvur og símar en þegar hefur hluta þeirra verið komið aftur í réttar hendur. Eitthvað af fíkniefnum fannst líka við þessar húsleitir.

Sjömenningarnir, fimm karlar og tvær konur, hafa flestir, ef ekki allir, áður komið við sögu hjá lögreglu. Nokkrir aðilar til viðbótar hafa verið kallaðir til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×