Innlent

Vara við hvassviðri á morgun

Veðurstofa Íslands varar við austan hvassviðri við suðurströndina og á Suðausturlandi á morgun. Seinni partinn á morgun mun djúp lægð nálgast úr suðri og því er spáð vaxandi austan- og norðaustanátt á öllu landinu. Annað kvöld er búist við austanhvassviðri við suðurströndina, frá Eyjafjöllum til Öræfa, og meðalvindi 15 - 20 m/s með vindkviðum allt að 40 m/s.



Ferðafólki er bent á að tjöld og hjólhýsi geta fokið við þessar aðstæður. Þá mun draga heldur úr vindi aðfaranótt miðvikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×