Innlent

Boða til mótmæla við stjórnarráðið

Hópur fólks ætlar að efna til mótmæla fyrir utan stjórnarráðið við Lækjargötu klukkan hálf tíu, eða rétt áður en ríkisstjórnarfundur hefst þar.

Líkt og í mótmælunum við Seðlabankann í gær, ætlar fólk að mótmæla tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til fjármálafyrirtækja um að virða dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána að vettugi, eins og mótmælendur orða það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×