Fleiri fréttir

Rannsókn hafin á slysinu að Fjallabaki

Rannsókn er hafin á tildrögum þess að tvennt beið bana á Fjallabaki norðan Mýrdalsjökuls í fyrradag. Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsóknina og nýtur liðsinnis rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi.

Gosáhugamenn streyma um vegina

Umferð um Hvolsvöll var tvöfalt meiri um nýafstaðna páska en árið áður. Umferðarmælir vestan við Hvolsvöll sýndi 11.999 ferðir frá skírdegi til annars í páskum í fyrra. Í ár voru ferðirnar þessa fimm daga 25.979, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Leikskólabörn í grunnskólann

Leikskóli verður í Engidalsskóla í Hafnarfirði frá næsta hausti ef tillaga þess efnis verður ofan á eftir umræðu sem nú fer fram um skólastarfið í norðurbæ Hafnarfjarðar. Efstu bekkirnir í Engidalsskóla, sem nú nær upp í sjöunda bekk, myndu þá flytjast yfir í Víðistaðaskóla sem nær frá fyrsta upp í tíunda bekk.

Eigendurnir tilgreindir sérstaklega

Breyta á lögum um embætti sérstaks saksóknara, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Markmiðið er að skilgreina verksvið saksóknarans með skýrari hætti en nú er.

Fyrsti atvinnulífsprófessorinn

Sigurður Tómas Magnússon lögfræðingur hefur tekið við stöðu atvinnulífsprófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Tveir bílar urðu alelda í Hafnarfirði

Tveir bílar sem stóðu í porti við Trönuhraun 5 í Hafnarfirði urðu alelda í kvöld. Slökkviliðið telur líklegt að kveikt hafi verið í þeim. Tilkynning um eldinn barst laust eftir klukkan átta. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er slökkvistarfi lokið. Ekki liggur fyrir af hvaða gerð bílarnir voru.

Beltin björguðu ökumanni flutningabíls

Beltin björguðu ökumanni vöruflutningabíls sem valt út af veginum í Kömbunum um hálfsexleytið í dag, segir lögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi. Talið er að farmur sem var í bílnum hafi kastast til með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en líklegt má teljast að hann hefði kastast út úr bílnum ef hann hefði ekki verið í beltum.

Þyrla Gæslunnar sótti veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld vegna manns með hjartverk um borð í línubát. Báturinn var að veiðum um 18 sjómílur vestur af Garðsskaga.

Hildur Eir verði skipuð prestur á Akureyri

Valnefnd Akureyrarprestakalls ákvað á fundi sínum í gær að leggja til að séra Hildur Eir Bolladóttir verði skipuð prestur í Akureyrarprestakalli. Embættið veitist frá 1. júní næstkomandi.

Hætt að gjósa úr fyrstu sprungunni

Fyrsti gígurinn sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi er hættur að gjósa. Áfram gýs á fullum krafti úr sprungunni sem opnaðist í síðustu viku. Þessar breytingar sá hópur vísindamanna sem skoðaði eldstöðvarnar í dag.

Munaði einu prómilli á lægstu tilboðum

Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellbæ, upp á 75,8 prósent af kostnaðaráætlun en næstlægsta boð var aðeins einu prómilli hærra. Þetta er fyrsta stóra útboðið hjá Vegagerðinni í nærri heilt ár.

Deilur forstjóra við ráðherra valda börnum skaða

Deilur heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga valda því að aðstandendur barna sem eru með fæðingargalla eða hafa lent í slysi sem kallar á mikinn tannlæknakostnað fá ekki endurgreiðslu. Þau segja málið bitna illilega á börnum.

Formaður GR: Þurfum birtu yfir framtíðina

Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum.

Bótaskylda dæmd vegna umferðarslyss

Strætó bs. og Tryggingamiðstöðin hafa verið dæmd bótaskyld vegna tjóns sem piltur varð fyrir þegar Strætó ók á hann í Lækjargötunni í apríl 2006. Pilturinn var að dimmitera með skólafélögum sínum úr Iðnskólanum í Hafnarfirði þegar slysið varð. Pilturinn hlaut andlitsáverka og tennur brotnuðu í honum.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Shanghai og Þórshöfn í Færeyjum.Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst í gær.

Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið í beinni

Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á Eyjafjallajökli á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna koma frá Íslandi en það þýðir jafnframt að um 38% heimsókna koma erlendis frá. „Trúlegast er um Íslandsmet í heimsóknum á heimasíðu að ræða og eru vinsældir síðunnar hreint ótrúlegar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Flugfélögin þurfa að punga út 400 milljónum

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir áhyggjum af miklum kostnaðarhækkunum sem fylgja gjaldskrárbreytingum þeim sem samgönguráðherra samþykkti í síðustu viku. Að mati samtakanna má gera ráð fyrir að flugfélögin þurfi að borga um 400 milljónir króna í aukin gjöld nú þegar á þessu ári til annarsvegar Keflavíkurflugvallar og hinsvegar til Flugstoða.

Stálu óvart bíl við undirbúning Aldrei fór ég suður

Tveir af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fór fram um páskana á Ísafirði stálu óafvitandi bíl við undirbúning hátíðarinnar. Skipuleggjendurnir Kristján Freyr Halldórsson og Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, fengu lánaða bifreið á Ísafjarðarhöfn til að snattast en tóku ranga bifreið fyrir mistök. Frá þessu er greint á fréttavefnum BB.

Dæmd í fangelsi fyrir að stela jólaöli

Kona var dæmd í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að hafa stolið einni dós af jólaöli og einu skinnarmbandi á markaði á Eyrarbakka í desember á síðasta ári.

Gæslan leitaði tveggja báta í morgun

Landhelgisgæslan hóf í morgun leit að tveimur bátum sem hurfu úr skjálfvirku tilkynningaskyldunni svokölluðu. Annar báturinn var staðsettur fyrir norðan land en hinn fyrir austan. Leitin fyrir norðan bar árangur skömmu fyrir klukkan tíu þegar sjófarandi kom auga á bátinn sem leitað var að. Sigldi hann að bátnum og bað hann um að hafa samband við Landhelgisgæsluna.

Skipstjóri dæmdur fyrir að vigta ekki afla

Skipstjóri í Vestmannaeyjum var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða.

Átján milljónum úthlutað úr fornleifasjóði

Stjórn fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2010. Fjárveiting til sjóðsins í ár var 19.1 milljón króna. Samtals bárust 49 umsóknir að þessu sinni að upphæð 89,7 milljónir króna. Samþykktir voru styrkir til 13 aðila að upphæð rúmlega 18 milljóna króna. Fornleifarannsókn á Skriðuklaustri hlaut hæsta styrkinn eða 3,5 milljónir.

Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum

Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings.

Nýja sprungan þrengst í einn gíg

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er nú aðallega bundið við nýja gosstaðinn sem opnaðist í síðustu viku og hefur sprungan þar þrengst í einn gíg. Jarðskjálftinn stóri í gær var grunnt undir Eyjafjallajökli í gosrásinni og vakti spurningar um hvort kvikan væri að reyna að brjóta sér leið upp á nýjum stað.

Álfheiður: Bréf Ríkisendurskoðenda byggt á misskilningi

Ríkisendurskoðandi segir með öllu ólíðandi að stjórnendur ríkisstofnana geti átt á hættu að vera sakaðir um að brjóta gegn góðum starfsháttum og hollustu og trúnaðarskyldum, leiti þeir ráða hjá Ríkisendurskoðun. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð heilbrigðisráðherra sem hefur tilkynnt að hann muni áminna forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir bréfið byggt á misskilningi.

Ferðamenn við gosstöðvarnar yfirgefi ekki farartæki villist það af leið

Fólki sem hyggst fara uppá Eyjafjallajökul til að skoða gosstöðvarnar er ráðlagt að yfirgefa aldrei farartæki sín og halda hópinn ef það villist af leið. Meiri líkur en minni eru á að fólk finnist heilt á húfi í farartækjum sínum þar sem þau veita betra skjól og auðveldara er að finna þau.

Kastaði grænu kryddi inn í bíl og var fótbrotinn með álkylfu

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í morgun fyrir að fótbrjóta annan karlmann með hafnaboltakylfu í júní árið 2008. Maðurinn réðist á fórnalamb sitt á bílastæði við Klukkurima í Grafarvogi þar sem hann taldi fórnalambið hafa stolið bílakerru sem hann átti.

Ríkisendurskoðandi: Bréf Álfheiðar ólíðandi

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir með öllu ólíðandi að stjórnendur ríkisstofnanna geti átt á hættu að vera sakaðir um að hafa brotið gegn góðum starfsháttum og hollustu- og trúnaðarskyldum sínum með því einu að leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um fjárreiðutengd málefni. Þar vísar Sveinn til bréfs sem Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sendi Steingrími Ara Arasyni forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna.

Ný viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekin í notkun

Síðari hluti nýrrar viðbyggingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi verður formlega tekin í notkun í dag. „Hér er enda um mikið hagsmunamál að ræða fyrir þá 20 þúsund íbúa, sem við þjónustum, auk allra annarra, sem hingað þurfa að leita,“ segir Magnús Skúlason, forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar, í tilkynningu.

Kristín María leiðir Lista Grindvíkinga

Kristín María Birgisdóttir, stjórnmálafræðingur, mun leiða framboð Lista Grindavíkinga í komandi sveitarstjórnakosningum. Listi Grindvíkinga er nýtt óháð framboð sem býður í fyrsta skipti fram í bæjarfélagalinu nú í vor.

Hópuppsagnir hjá þrem fyrirtækjum

Fimmtíu og sjö starfsmönnum var sagt upp í hópuppsögnum hjá þremur fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu um nýliðin mánaðamót.

Bensínlítrinn í 213 krónur

Olíufélögin Skeljungur og Olís hækkuðu bensínverð í sjálfsafgreiðslu um að minnsta koksti fjórar krónur í gær og dísillítrann um þrjár krónur.

Veitir aðstoð og rekur erindi skuldara

Embætti umboðsmanns skuldara er ætlað mun viðameira hlutverk en Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur haft með höndum. Embættið verður reist á grunni Ráðgjafarstofunnar og tekur til starfa við samþykkt frumvarps félags- og tryggingamálaráðherra þar um.

Ráðherrar geti kallað til varamenn

Ráðherrar geta kallað til varamenn til setu á Alþingi verði frumvarp nítján þingmanna úr öllum flokkum að lögum. Í því er gert ráð fyrir að þingmaður geti, meðan hann gegnir ráðherraembætti, ákveðið að sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherra en ekki þingmaður. Missir hann því atkvæðisrétt en getur tekið þátt í umræðum.

Icesave tefur ekki stóriðjuna

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki hægt að slengja því fram að Icesave tefji fjármögnun í stóriðju, án þess að tiltaka þau verkefni sem svo er ástatt um. Sjálfur telur hann það ekki eiga við um nein verkefni.

Gert ráð fyrir 60 milljónum aukreitis

Gert er ráð fyrir að viðbótarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands, vegna nýrrar reglugerðar um endurgreiðslu vegna nauðsynlegs tannréttinga- og tannlækningakostnaðar, verði 60 milljónir króna á árinu 2010. Þetta kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins, sem lagt var fyrir ríkisstjórnarfund, og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Mati Þeistareykja lokið í júlí

Stefnt er að því að sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Þeistareyki ljúki í júlí, að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar, stjórnarformanns Þeistareykja og bæjarstjóra Norðurþings. Hann segir tafir vegna sameiginlegs mats hafa haft mikil áhrif á verkefnið og verið kostnaðarsamar.

Sjá næstu 50 fréttir