Innlent

Rannsaka nektarmyndir sem stúlka tók af liðsfélögum sínum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Lögregla á Húsavík rannsakar í samvinnu við kynferðisafbrotadeildina á Akureyri sakamál gegn karlmanni og stúlku sem tóku nektarmyndir af fótboltastúlkum í búningsklefa Völsunga en karlmaðurinn er eldri en átján ára.

Það var DV sem greindi fyrst frá málinu í dag en þar kom fram að maðurinn hefði komist yfir nektarmynd af stúlku á tvítugsaldri og á að hafa þvingað hana í kjölfarið til þess að taka myndir af liðsmönnum sínum í íþróttafélaginu. Yngstu stúlkurnar sem þar æfa eru um fimmtán ára gamlar.

Samkvæmt yfirlögregluþjóni á Húsavík kom málið upp um páskana en þá voru tugir nektarmynda af íþróttakonunum haldlagðar af lögreglunni og fólkið handtekið og yfirheyrt. Lögreglan vildi ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir en málið væri í eðlilegum farvegi.

Þegar haft var samband við framkvæmdarstjóra Völsunga. Svein Aðalsteinsson, sagði hann öllum væri verulega brugðið vegna málsins.

„Þegar almennt, og ef svona mál koma upp, sem varða sakbært athæfi, þá er það tilkynnt til réttra yfirvalda," sagði Sveinn en stúlkan æfir ekki lengur með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×