Innlent

Þyrla Gæslunnar sótti veikan sjómann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF EIR sótti veikan sjómann. Mynd/ Vilhelm.
TF EIR sótti veikan sjómann. Mynd/ Vilhelm.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um sjöleytið í kvöld vegna manns með hjartverk um borð í línubát. Báturinn var að veiðum um 18 sjómílur vestur af Garðsskaga.

TF-EIR fór í loftið klukkan 19:17 og var komin að bátnum klukkan 19:33. Stýrimaður og læknir sigu niður í bátinn og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning. Hann var hífður upp í börum og var lokið við að hífa hann klukkan sjö mínútur í átta.

Þá var haldið beint á Reykjavíkurflugvöll þar sem lent var klukkan korter yfir átta. Þar beið sjúkrabifreið og flutti manninn á Landspítalann við Hringbraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×