Innlent

Beltin björguðu ökumanni flutningabíls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ökumaðurinn slapp ómeiddur úr óhappinu. Mynd/ Kristófer.
Ökumaðurinn slapp ómeiddur úr óhappinu. Mynd/ Kristófer.
Beltin björguðu ökumanni vöruflutningabíls sem valt út af veginum í Kömbunum um hálfsexleytið í dag, segir lögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi. Talið er að farmur sem var í bílnum hafi kastast til með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en líklegt má teljast að hann hefði kastast út úr bílnum ef hann hefði ekki verið í beltum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×