Innlent

Dæmd í fangelsi fyrir að stela jólaöli

Konan var dæmd í fangelsi fyrir smáþjófnað.
Konan var dæmd í fangelsi fyrir smáþjófnað.

Kona var dæmd í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að hafa stolið einni dós af jólaöli og einu skinnarmbandi á markaði á Eyrarbakka í desember á síðasta ári.

Konan stakk vörunum í hvítan plastpoka og gekk með þær út af markaði var haldinn Eyrarbakka, án þess að greiða fyrir þær.

Konan rauf skilorð þjófnaðardóms frá september 2009 og því þótti dómnum ekki rétt að skilorðsbinda dóminn. Konan þarf því að afplána þriggja mánaða dóm fyrir að stela ölinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×