Innlent

Kristín María leiðir Lista Grindvíkinga

Kristín María.
Kristín María.
Kristín María Birgisdóttir, stjórnmálafræðingur, mun leiða framboð Lista Grindavíkinga í komandi sveitarstjórnakosningum. Listi Grindvíkinga er nýtt óháð framboð sem býður í fyrsta skipti fram í bæjarfélagalinu nú í vor.

Mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík á yfirstandandi kjörtímabili.

„Við viljum sjá þverpólitíska samstöðu oftar þegar kemur að stjórnun sveitarfélagsins. Við erum ákveðin í því að starfa af heilindum fyrir bæjarbúa og styðja góð málefni hvaðan sem þau koma ef þau eru til þess fallin að þjóna hagsmunum heildarinnar," segir Kristín María í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×