Flugfélögin þurfa að punga út 400 milljónum 7. apríl 2010 15:59 Mynd/Teitur Jónasson Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir áhyggjum af miklum kostnaðarhækkunum sem fylgja gjaldskrárbreytingum þeim sem samgönguráðherra samþykkti í síðustu viku. Að mati samtakanna má gera ráð fyrir að flugfélögin þurfi að borga um 400 milljónir króna í aukin gjöld nú þegar á þessu ári til annarsvegar Keflavíkurflugvallar og hinsvegar til Flugstoða. Samkvæmt breytingunni bætast við ný gjöld og þau sem fyrir eru hækka. „Þannig hækkar flugverndargjald um 53%, fer úr 620 krónum í 950 krónur. Nýtt farþegagjald uppá 150 krónur á hvern farþega verður lagt á og nýtt leiðarflugsgjald verður jafnframt lagt á en það reiknast eftir þyngd loftfars og lengd flugs. Lendingargjöld í innanlandsflugi hækka jafnframt um 25%," segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Samtökin telja að þar sem gjaldskrárbreytingin taki gildi eftir einungis tvo mánuði sé ljóst að stór hluti þessa kostnaðar muni koma beint frá flugfélögunum. Langt sé liðið á aðalsölutímabil sumarsins og ekki sé möguleikar til að „velta þessum hækkunum á þá farþega" sem þegar hafa greitt fyrir sína ferð.Lítið svigrúm til frekari hagræðingar Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt á það mikla áherslu að allar slíkar breytingar á gjalda og skattaumhverfi greinarinnar verði að koma með góðum fyrirvara, aðdragandi sölu á ferðaþjónustu sé langur og því séu það mikil vonbrigði að samgönguráðherra hafi nú samþykkt þessa breytingu með svo stuttum fyrirvara. „Flugfélögin hafa farið í gegnum mjög erfitt tímabil með miklum kostnaðarhækkunum í öllum erlendum aðföngum og samdrætti í eftirspurn á undanförnum árum og því er svigrúm til frekari hagræðingar ákaflega lítið. Nú þegar kraftur er í sókn þessara fyrirtækja og verið er að bæta við nýjum áfangastöðum eru slíkar fyrirætlanir settar í uppnám með auknum gjaldtökum," segir í tilkynningunni. Þá ítreka Samtök ferðaþjónustunnar ályktun samtakanna frá aðalfundi sínum þann 23. mars síðastliðinn þar sem segir: „Í þeirri stöðu sem þjóðfélagið er í á að lækka skatta en ekki hækka. Þannig eykst eftirspurn og störfum fjölgar." Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir áhyggjum af miklum kostnaðarhækkunum sem fylgja gjaldskrárbreytingum þeim sem samgönguráðherra samþykkti í síðustu viku. Að mati samtakanna má gera ráð fyrir að flugfélögin þurfi að borga um 400 milljónir króna í aukin gjöld nú þegar á þessu ári til annarsvegar Keflavíkurflugvallar og hinsvegar til Flugstoða. Samkvæmt breytingunni bætast við ný gjöld og þau sem fyrir eru hækka. „Þannig hækkar flugverndargjald um 53%, fer úr 620 krónum í 950 krónur. Nýtt farþegagjald uppá 150 krónur á hvern farþega verður lagt á og nýtt leiðarflugsgjald verður jafnframt lagt á en það reiknast eftir þyngd loftfars og lengd flugs. Lendingargjöld í innanlandsflugi hækka jafnframt um 25%," segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Samtökin telja að þar sem gjaldskrárbreytingin taki gildi eftir einungis tvo mánuði sé ljóst að stór hluti þessa kostnaðar muni koma beint frá flugfélögunum. Langt sé liðið á aðalsölutímabil sumarsins og ekki sé möguleikar til að „velta þessum hækkunum á þá farþega" sem þegar hafa greitt fyrir sína ferð.Lítið svigrúm til frekari hagræðingar Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt á það mikla áherslu að allar slíkar breytingar á gjalda og skattaumhverfi greinarinnar verði að koma með góðum fyrirvara, aðdragandi sölu á ferðaþjónustu sé langur og því séu það mikil vonbrigði að samgönguráðherra hafi nú samþykkt þessa breytingu með svo stuttum fyrirvara. „Flugfélögin hafa farið í gegnum mjög erfitt tímabil með miklum kostnaðarhækkunum í öllum erlendum aðföngum og samdrætti í eftirspurn á undanförnum árum og því er svigrúm til frekari hagræðingar ákaflega lítið. Nú þegar kraftur er í sókn þessara fyrirtækja og verið er að bæta við nýjum áfangastöðum eru slíkar fyrirætlanir settar í uppnám með auknum gjaldtökum," segir í tilkynningunni. Þá ítreka Samtök ferðaþjónustunnar ályktun samtakanna frá aðalfundi sínum þann 23. mars síðastliðinn þar sem segir: „Í þeirri stöðu sem þjóðfélagið er í á að lækka skatta en ekki hækka. Þannig eykst eftirspurn og störfum fjölgar."
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira