Innlent

Fyrsti atvinnulífsprófessorinn

Sigurður Tómas Magnússon
Sigurður Tómas Magnússon
Sigurður Tómas Magnússon lögfræðingur hefur tekið við stöðu atvinnulífsprófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Sigurður, sem samhliða kennslu og rannsóknum hefur verið ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, er fyrstur til að gegna þessari stöðu innan skólans en samkvæmt reglum hans geta þeir einir orðið atvinnulífsprófessorar sem hafa verið leiðandi í atvinnulífinu á sínu sérsviði og viðurkenndir sem áhrifavaldar á vinnubrögð í faginu, að því er segir í tilkynningu frá HR. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×