Nýja sprungan þrengst í einn gíg Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2010 12:23 Frá gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi sl. föstudag. Mynd/Pjetur Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er nú aðallega bundið við nýja gosstaðinn sem opnaðist í síðustu viku og hefur sprungan þar þrengst í einn gíg. Jarðskjálftinn stóri í gær var grunnt undir Eyjafjallajökli í gosrásinni og vakti spurningar um hvort kvikan væri að reyna að brjóta sér leið upp á nýjum stað.Gosóróinn helst enn sá sami, að sögn Einars Kjartanssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni, en dregið hefur úr skjálftavirkni. Skjálftinn síðdegis í gær upp á 3,7 stig er sá stærsti sem orðið hefur í þeirri hrinu sem fylgt hefur eldgosinu en hann fannst meðal annars undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, á Hvolsvelli og í Gunnarsholti.Upptök skjálftans voru grunnt undir austanverðum Eyjafjallajökli, í gosrásinni á um tveggja kílómetra dýpi þar sem hún tekur krappa beygju í austur að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, en ef kvikan hefði ekki beygt í upphafi gossins þar hefði hún náð yfirborði nær hábungu Eyjafjallajökuls, og gosið sennilega orðið ofan Steinholtsjökuls.Skjálftinn í gær vakti spurningar um hvort kvikan væri að reyna að brjóta sér nýja leið upp. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem staddur er á Fimmvörðuhálsi, kvaðst þegar við töluðum við hann í morgun vera að horfa upp á hábungu jökulsins en ekki sjá neitt óeðlilegt og taldi Haraldur ekkert hægt að segja um hvort skjálftinn boðaði frekari tíðindi.Hann sagði þó ekkert lát á gosinu. Það væri þó lítið í upphaflegu sprungunni, en mestur krafturinn væri á nýja gosstaðnum. Sprungan, sem opnaðist þar fyrir viku, hefði þrengst og væri nú orðinn einn gígur. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er nú aðallega bundið við nýja gosstaðinn sem opnaðist í síðustu viku og hefur sprungan þar þrengst í einn gíg. Jarðskjálftinn stóri í gær var grunnt undir Eyjafjallajökli í gosrásinni og vakti spurningar um hvort kvikan væri að reyna að brjóta sér leið upp á nýjum stað.Gosóróinn helst enn sá sami, að sögn Einars Kjartanssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni, en dregið hefur úr skjálftavirkni. Skjálftinn síðdegis í gær upp á 3,7 stig er sá stærsti sem orðið hefur í þeirri hrinu sem fylgt hefur eldgosinu en hann fannst meðal annars undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, á Hvolsvelli og í Gunnarsholti.Upptök skjálftans voru grunnt undir austanverðum Eyjafjallajökli, í gosrásinni á um tveggja kílómetra dýpi þar sem hún tekur krappa beygju í austur að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, en ef kvikan hefði ekki beygt í upphafi gossins þar hefði hún náð yfirborði nær hábungu Eyjafjallajökuls, og gosið sennilega orðið ofan Steinholtsjökuls.Skjálftinn í gær vakti spurningar um hvort kvikan væri að reyna að brjóta sér nýja leið upp. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem staddur er á Fimmvörðuhálsi, kvaðst þegar við töluðum við hann í morgun vera að horfa upp á hábungu jökulsins en ekki sjá neitt óeðlilegt og taldi Haraldur ekkert hægt að segja um hvort skjálftinn boðaði frekari tíðindi.Hann sagði þó ekkert lát á gosinu. Það væri þó lítið í upphaflegu sprungunni, en mestur krafturinn væri á nýja gosstaðnum. Sprungan, sem opnaðist þar fyrir viku, hefði þrengst og væri nú orðinn einn gígur.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira