Innlent

Hildur Eir verði skipuð prestur á Akureyri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hildur Eir Bolladóttir verður að öllum líkindum prestur á Akureyri. Mynd/ Stefán.
Hildur Eir Bolladóttir verður að öllum líkindum prestur á Akureyri. Mynd/ Stefán.
Valnefnd Akureyrarprestakalls ákvað á fundi sínum í gær að leggja til að séra Hildur Eir Bolladóttir verði skipuð prestur í Akureyrarprestakalli. Embættið veitist frá 1. júní næstkomandi.

Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar kemur fram að sex umsækjendur voru um embættið. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Akureyrarprestakalls ásamt prófasti Eyjafjarðarprófastsdæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×