Innlent

Stálu óvart bíl við undirbúning Aldrei fór ég suður

Mugison og félagi hans Kristján Freyr fengu bíl „lánaðan“ á Ísafjarðarhöfn fyrir páska. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um málið til lögreglu urðu ekki nein eftirköst, að fram kemur á vef BB.
Mugison og félagi hans Kristján Freyr fengu bíl „lánaðan“ á Ísafjarðarhöfn fyrir páska. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um málið til lögreglu urðu ekki nein eftirköst, að fram kemur á vef BB. Mynd/Stefán Karlsson
Tveir af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fór fram um páskana á Ísafirði stálu óafvitandi bíl við undirbúning hátíðarinnar. Skipuleggjendurnir Kristján Freyr Halldórsson og Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, fengu lánaða bifreið á Ísafjarðarhöfn til að snattast en tóku ranga bifreið fyrir mistök. Frá þessu er greint á fréttavefnum BB.

Þar er haft eftir Kristjáni Frey: „Öddi fékk lánaðan bíl hjá Mugga pabba sínum sem sagði að það væri grár bíll með lyklunum í. Við gengum út beint í flasið á gráum bíl með lyklunum í og brunuðum af stað." Eigandi bifreiðarinnar hafði þá rétt skroppið frá þegar þeir Mugison og Kristján Freyr komu á staðinn.

„Við ferðuðumst út um allan bæ á þessum bíl til að hengja upp plaköt. Muggi hringdi svo í mig og sagði að við yrðum að koma og skila bílnum. Hann spurði líka hvort löggan hafði náð á okkur," segir Kristján Freyr í samtali við BB. Fréttina er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×