Innlent

Hópuppsagnir hjá þrem fyrirtækjum

Gissur Sigurðsson. skrifar

Fimmtíu og sjö starfsmönnum var sagt upp í hópuppsögnum hjá þremur fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu um nýliðin mánaðamót.

Vinnumálastofnun gefur ekki upp fyrr en í dag um hvaða fyrirtæki er að ræða, en upplýsin hinsvegar að eitt fyrirtækjanna sé í verktakageiranum, annað í verslunargeiranum og hið þriðja er fjármálafyrirtæki.

Þetta er álíka fjöldi og verið hefur um hver mánaðamót um nokkurt skeið, nema hvað fleiri var sagt upp í hópuppsögnum í nóvember og desember.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×