Innlent

Munaði einu prómilli á lægstu tilboðum

Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellbæ, upp á 75,8 prósent af kostnaðaráætlun en næstlægsta boð var aðeins einu prómilli hærra. Þetta er fyrsta stóra útboðið hjá Vegagerðinni í nærri heilt ár.

Tvöföldun Vesturlandsvegar milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar var næsta verk sem átti að bjóðast út í fyrra þegar ríkisstjórnin stöðvaði allar nýframkvæmdir. Það er því við hæfi að það fari fyrst í gang en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag.

Tíu verktakar buðu en kostnaðaráætlun var upp á 339 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar reyndust lægstir, buðu 256,9 milljónir króna, eða 75,8 prósent af kostnaðaráætlun en aðeins munaði 270 þúsund krónum á þeim og Loftorku, sem átti næstlægsta boð, upp á 75,9 prósent af áætlun, og einnig var stutt í þriðja lægsta boð, frá Háfelli.

Ekki er nema mánuður frá því svissneski verktakinn Mattel eignaðist Íslenska aðalverktaka. Vegagerðarmenn telja þetta raunhæf tilboð, miðað við fyrstu sín. Búið er við að framkvæmdir hefjist á næstu vikum en verkinu á að ljúka að fullu haustið 2011.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×