Fleiri fréttir Menntaráð tekur mið af tillögum reykvískra ungmenna Á fundi menntaráðs í dag kynntu fulltrúar í Ungmennaráði Breiðholts tillögur um gæði kennslu í grunnskólum og betri menntun í lífsleikni. Æskufólk í Breiðholti vill að kennsla í grunnskólum verði samræmd og námskrár þrengdar með það að sjónarmiði að allir nemendur hafi jafna grunnþekkingu þegar komið er á menntaskólastig. 28.4.2010 14:56 330 starfsmenn CCP strandaglópar á Íslandi „Ætli við kíkjum ekki bara á rokksafnið til þess að drepa tímann,“ segir Oddur Snær Magnússon, forritari hjá CCP en hann er einn af 330 starfsmönnum fyrirtækisins sem bíður í Keflavík eftir því að millilandaflug á Keflavíkurflugvelli hefjist á ný. 28.4.2010 14:48 Allt flug liggur niðri hjá Flugfélaginu Erni Ekki hefur verið hægt að fljúga á áfangastaði Flugfélagsins Ernis í dag sökum öskudreifingar spár. Öllu flugi hefur verið aflýst í dag og athugað verður með flug að nýju í fyrramálið og því allt flug á áætlun á morgun eins og staðan er í dag. 28.4.2010 14:30 Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna. 28.4.2010 13:06 Noti grímur við hreinsunarstarf Öskufall frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli hefur nú minnkað til muna. Hins vegar fer nú í hönd mikil hreinsunarvinna á ösku undir Eyjafjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsanlega valdið tjóni. 28.4.2010 12:14 Dæmdur fyrir að eyðileggja hraðbanka með steinhellu Nítján ára gamall karlmaður var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi eystra í dag fyrir fjögur þjófnaðarbrot og fyrir að skemma hraðbanka Arion banka á Akureyri með steinhellu. 28.4.2010 12:12 Slökkva á þriðja hverjum ljósastaur Slökkt verður á þriðja hverjum ljósastaur í Borgarbyggð næsta vetur en sveitarfélagið áætlar að spara rúmar fjórar og hálfa milljón króna á ári með því að breyta skipulagi raflýsingar. 28.4.2010 12:01 Haldið sofandi Stúlkan sem slasaðist þegar ökumaður jeppa velti bíl sínum á Reykjanesbraut um helgina er enn haldið sofandi í öndunarvél. Tvær stúlkur létust í slysinu en ökumaðurinn slapp nær ómeiddur, hann er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri 28.4.2010 11:53 Flokkarnir takmarka kosningaauglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til sveitarstjórnakosninga um land allt hafa samþykkt að takmarka auglýsingakostnað við 11 milljónir króna Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð standa að samkomulaginu. 28.4.2010 11:26 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28.4.2010 11:24 Fíkniefnaakstur á Eskifirði Undanfarna daga hefur lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði kært tvo einstaklinga fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og auk þess lagt hald á nokkurt magn fíkniefna. Alls komu átta einstaklingar við sögu. 28.4.2010 11:08 Jónína Ben: Oddviti framsóknarmanna á að víkja Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir vill Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, víki af listanum líkt og Guðrún Valdimarsdóttir hefur gert. Jónína krefur Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um skýringar á brotthvarfinu, en sjálf skipar hún 15. sæti listans. 28.4.2010 11:06 Efla mælingar á svifryki vegna eldgossins Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, þess efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, að fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins. 28.4.2010 10:42 Rannsóknarskýrslan söluhæsta bókin frá áramótum Samkvæmt metsölulista bókaverslana er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis langsöluhæsta bókin hér á landi frá áramótum. Alþingi er því útgefandi að mest seldu bók landsins. 28.4.2010 10:28 Bifhjólaslysum fækkar Slysum þar sem bifhjól koma við sögu fækkar umtalsvert árið 2009 borið saman við árið 2008. Þetta kemur m.a. fram í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2009. Heildarfjöldi slasaðra og látinna fer úr 107 niður í 89 en þetta er 16,8% fækkun. 28.4.2010 10:24 Aska á bílum á Hvolsvelli Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er vel merkjanleg á bílum á Hvolsvelli og gætir aðeins á Hellu þar sem gosmökkinn leggur leggur til vesturs og suðvesturs af eldstöðinni. Jarðvísindamenn segja að engin merki séu um að gosinu sé að ljúka og engin merki eru um breytingar undir Kötlu. 28.4.2010 09:57 Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri Í desember 2009 sóttu 18.699 börn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 421 frá desember 2008 eða um 2,3%. Þessi fjölgun skýrist að hluta til af stærri árgöngum barna á leikskólaaldri auk þess sem sex nýir leikskólar tóku til starfa á árinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 28.4.2010 09:32 Fjölmargir eftirskjálftar Að minnsta kosti 35 eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálfta upp á 3,2 á Richter, sem varð um 29 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Annar upp á 3,5 varð þar skömmu síðar. 28.4.2010 08:18 Þjófar gómaðir í fornmunaverslun Lögreglumenn handtóku í nótt tvo karla og eina konu við innbrot í fornmunaverslun í borginni. Nágranni verslunarinnar varð var við mannaferðir þar og lét lögreglu vita, sem gómaði þjófana á staðnum. Þá var fólkið búið að sanka að sér ýmsum munum til að hafa á brott með sér. 28.4.2010 08:09 Öllu innanlandsflugi frestað Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ísands hefur verið frestað fram yfir hádegi en þá verða aðstæður kannaðar nánar. Sömu sögu er að segja hjá Flugfélaginu Erni og er þetta vegan eldfjallaösku í loftrými Reykjavíkurflugvallar. Hinsvegar þykja nú góðar horfur á að innanlandsflug geti hafist eftir hádegi 28.4.2010 07:58 Karfavertíðin að hefjast Karfavertíðin er að hefjast á Reykjaneshrygg, djúpt suðvestur af landinu, og eru ellefu erlendir togarar þegar komnir á miðin og fleiri á leiðinni. 28.4.2010 07:58 Tölur um styrki til flokka stemma ekki Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. 28.4.2010 06:15 Glitnir styrkti bara flokkana „Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn," segir í yfirlýsingu sem skilanefnd Glitnis sendi frá sér í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, segir að engir styrkir til stuðningsmannafélaga stjórnmálamanna hafi heldur komið í leitirnar. 28.4.2010 06:00 Brennir gat á meltingarfærin Sterkar sýrur og önnur ætandi efni valda bruna í meltingarvegi ef stíflueyðir er drukkinn. Afleiðingarnar geta meðal annars orðið þær að efnin brenna gat á vélinda eða annars staðar í meltingarveginn. Gerist það og viðkomandi lifir af, er mikil hætta á að hann geti ekki tekið inn næringu með eðlilegum hætti, heldur verði að nota sondu, en það er rör sem leitt er ofan í magann Þá geta myndast örvefir, ör og sár í meltingarvegi eftir brunann sem há sjúklingnum alla ævi. 28.4.2010 05:00 Efast um siðareglur fyrir forsetann Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, efast um að rétt sé að setja embætti forseta Íslands siðareglur. 28.4.2010 04:00 Tekjur lífeyrisþega lækka um þúsundir Eldri borgarar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum munu í flestum tilvikum verða fyrir umtalsverðri tekjuskerðingu þegar lífeyrissjóðirnir skerða greiðslur, þrátt fyrir hærri greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. 28.4.2010 03:30 Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. 28.4.2010 03:00 Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. 27.4.2010 21:43 Engin merki um að gosi sé að ljúka Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í stöðumati Veðurstofunnar segir að sprengigos og gjóskumyndun sé aðeins lítið brot af því sem var þegar gosið var mest þó gjóskufalls gæti 40 km vestan gosstöðvanna. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka. 27.4.2010 21:04 Tveir nokkuð stórir skjálftar fyrir norðan Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar riðu yfir um 29 kílómetra Norð-norðaustur af Siglufirði nú síðdegis. Sá fyrri varð klukkan 17:43 og mældist hann 3,2 að stærð. Hinn skjálftinn var aðeins stærri, eða 3,5 stig og átti hann upptök sín á svipuðum slóðum klukkan hálfsjö í kvöld. 27.4.2010 20:45 Flugumferð leyfð um Akureyri og Egilsstaði Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum verða opnir áfram í kvöld og í nótt en útlit var fyrir að þeim yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík eru hinsvegar enn á svokölluðu svörtu svæði miðað við spá um öskudreifingu og verða því lokaðir áfram. 27.4.2010 19:20 Víkur af lista framsóknarmanna Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. 27.4.2010 19:00 Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27.4.2010 16:46 Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27.4.2010 15:08 Bannsvæði í kringum gossvæðið minnkað Þjóðvegur 1 er opinn undir Eyjafjöllum en vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem bráðabirgðaviðgerðir eru á veginum. 27.4.2010 14:42 Ferðaþjónustan fagnar ákvörðun um markaðsátak Samtök ferðaþjónustunnar fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á Íslandi vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og sveitarfélög leggi sömu upphæð á móti. Í tilkynningu frá samtökunum segir að nú þegar hafi orðið mikið tjón hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og brýnt að snúa vörn í sókn þegar flug verður komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt bæði fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt þjóðarbú.“ 27.4.2010 19:40 Hæstiréttur gæti grafið undan fjármálastöðugleikanum Viðskiptafræðingur fullyrðir að Hæstiréttur grafi undan möguleikum Seðlabankans til að halda fjármálastöðugleika í landinu dæmi hann bönkunum í vil í hinni óleystu deilu um lögmæti myntkörfulána. 27.4.2010 18:51 Jóhanna vill taka synjunarvaldið af forsetanum Forsætisráðherra vill að synjunarvaldið verði tekið af embætti forseta Íslands og þjóðinni færður beinn réttur til að kalla fram þjóðaratkvæðgreiðslur um einstök mál. 27.4.2010 18:45 Bakkavík í Bolungarvík gjaldþrota Bakkavík hf. í Bolungarvík hefur verið úrskurðað gjaldþrota og Tryggvi Guðmundsson skipaður skiptastjóri. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi verið stofnað árið 2001 og hefur það rekið öfluga rækjuvinnslu í Bolungarvík síðan. Jafnframt rak félagið fiskvinnslu og útgerð um nokkurra ára skeið og var mest með rúmlega 100 manns í vinnu. Undanfarið hafa um 30 manns unnið hjá félaginu. 27.4.2010 18:03 Sex milljónum varið í kaup á svifryksmæli Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis á fundi í morgun. 27.4.2010 17:55 Reynir á siðferðisþrekið að selja teygjuband í metratali Varð hrunið kannski til vegna leitarinnar að þægilegri vel borgaðri innivinnu? Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, kastaði fram þessari skondnu vangaveltu í fyrirlestri sínum „Dýrkeypt hagstjórnarmistök í þenslu“ sem fluttur var á opnum hádegisfundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag. 27.4.2010 16:37 Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. 27.4.2010 15:40 Öllu áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis aflýst í dag Ekki verður hægt að fljúga hjá Flugfélaginu Erni á Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók og Bíldudal í dag sökum öskudreifingar spár. Allt flug er á áætlun á morgun en staðan verður metin enn frekar þegar líður á daginn. 27.4.2010 14:09 Alþjóðahvalveiðiráðið óstarfhæft vegna deilna Formaður og varaformaður Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa lagt fram tillögu sem kveður á um að aðeins megi nota hvalaafurðir innanlands. Samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu þá þýðir sú klausa í raun bann á milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir. 27.4.2010 13:57 Ökumenn án skírteina sektaðir Á annan tug ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í umdæminu um helgina höfðu ekki ökuskírteini meðferðis. Einhverjir til viðbótar höfðu ekki hirt um að endurnýja það. 27.4.2010 13:44 Sjá næstu 50 fréttir
Menntaráð tekur mið af tillögum reykvískra ungmenna Á fundi menntaráðs í dag kynntu fulltrúar í Ungmennaráði Breiðholts tillögur um gæði kennslu í grunnskólum og betri menntun í lífsleikni. Æskufólk í Breiðholti vill að kennsla í grunnskólum verði samræmd og námskrár þrengdar með það að sjónarmiði að allir nemendur hafi jafna grunnþekkingu þegar komið er á menntaskólastig. 28.4.2010 14:56
330 starfsmenn CCP strandaglópar á Íslandi „Ætli við kíkjum ekki bara á rokksafnið til þess að drepa tímann,“ segir Oddur Snær Magnússon, forritari hjá CCP en hann er einn af 330 starfsmönnum fyrirtækisins sem bíður í Keflavík eftir því að millilandaflug á Keflavíkurflugvelli hefjist á ný. 28.4.2010 14:48
Allt flug liggur niðri hjá Flugfélaginu Erni Ekki hefur verið hægt að fljúga á áfangastaði Flugfélagsins Ernis í dag sökum öskudreifingar spár. Öllu flugi hefur verið aflýst í dag og athugað verður með flug að nýju í fyrramálið og því allt flug á áætlun á morgun eins og staðan er í dag. 28.4.2010 14:30
Dæmdur fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kjálkabrjóta mann á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst 2008. Fórnalamb mannsins brotnaði illa og þurfti að víra kjálkann saman vegna áverkanna. 28.4.2010 13:06
Noti grímur við hreinsunarstarf Öskufall frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli hefur nú minnkað til muna. Hins vegar fer nú í hönd mikil hreinsunarvinna á ösku undir Eyjafjöllum og vill sóttvarnalæknir vekja athygli á að fíngerð þurr aska við slíka vinnu getur borist niður í lungu manna og hugsanlega valdið tjóni. 28.4.2010 12:14
Dæmdur fyrir að eyðileggja hraðbanka með steinhellu Nítján ára gamall karlmaður var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi eystra í dag fyrir fjögur þjófnaðarbrot og fyrir að skemma hraðbanka Arion banka á Akureyri með steinhellu. 28.4.2010 12:12
Slökkva á þriðja hverjum ljósastaur Slökkt verður á þriðja hverjum ljósastaur í Borgarbyggð næsta vetur en sveitarfélagið áætlar að spara rúmar fjórar og hálfa milljón króna á ári með því að breyta skipulagi raflýsingar. 28.4.2010 12:01
Haldið sofandi Stúlkan sem slasaðist þegar ökumaður jeppa velti bíl sínum á Reykjanesbraut um helgina er enn haldið sofandi í öndunarvél. Tvær stúlkur létust í slysinu en ökumaðurinn slapp nær ómeiddur, hann er grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri 28.4.2010 11:53
Flokkarnir takmarka kosningaauglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til sveitarstjórnakosninga um land allt hafa samþykkt að takmarka auglýsingakostnað við 11 milljónir króna Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð standa að samkomulaginu. 28.4.2010 11:26
Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28.4.2010 11:24
Fíkniefnaakstur á Eskifirði Undanfarna daga hefur lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði kært tvo einstaklinga fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og auk þess lagt hald á nokkurt magn fíkniefna. Alls komu átta einstaklingar við sögu. 28.4.2010 11:08
Jónína Ben: Oddviti framsóknarmanna á að víkja Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir vill Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, víki af listanum líkt og Guðrún Valdimarsdóttir hefur gert. Jónína krefur Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um skýringar á brotthvarfinu, en sjálf skipar hún 15. sæti listans. 28.4.2010 11:06
Efla mælingar á svifryki vegna eldgossins Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, þess efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, að fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins. 28.4.2010 10:42
Rannsóknarskýrslan söluhæsta bókin frá áramótum Samkvæmt metsölulista bókaverslana er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis langsöluhæsta bókin hér á landi frá áramótum. Alþingi er því útgefandi að mest seldu bók landsins. 28.4.2010 10:28
Bifhjólaslysum fækkar Slysum þar sem bifhjól koma við sögu fækkar umtalsvert árið 2009 borið saman við árið 2008. Þetta kemur m.a. fram í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2009. Heildarfjöldi slasaðra og látinna fer úr 107 niður í 89 en þetta er 16,8% fækkun. 28.4.2010 10:24
Aska á bílum á Hvolsvelli Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er vel merkjanleg á bílum á Hvolsvelli og gætir aðeins á Hellu þar sem gosmökkinn leggur leggur til vesturs og suðvesturs af eldstöðinni. Jarðvísindamenn segja að engin merki séu um að gosinu sé að ljúka og engin merki eru um breytingar undir Kötlu. 28.4.2010 09:57
Börn í leikskólum hafa aldrei verið fleiri Í desember 2009 sóttu 18.699 börn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 421 frá desember 2008 eða um 2,3%. Þessi fjölgun skýrist að hluta til af stærri árgöngum barna á leikskólaaldri auk þess sem sex nýir leikskólar tóku til starfa á árinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 28.4.2010 09:32
Fjölmargir eftirskjálftar Að minnsta kosti 35 eftirskjálftar hafa orðið eftir skjálfta upp á 3,2 á Richter, sem varð um 29 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Annar upp á 3,5 varð þar skömmu síðar. 28.4.2010 08:18
Þjófar gómaðir í fornmunaverslun Lögreglumenn handtóku í nótt tvo karla og eina konu við innbrot í fornmunaverslun í borginni. Nágranni verslunarinnar varð var við mannaferðir þar og lét lögreglu vita, sem gómaði þjófana á staðnum. Þá var fólkið búið að sanka að sér ýmsum munum til að hafa á brott með sér. 28.4.2010 08:09
Öllu innanlandsflugi frestað Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ísands hefur verið frestað fram yfir hádegi en þá verða aðstæður kannaðar nánar. Sömu sögu er að segja hjá Flugfélaginu Erni og er þetta vegan eldfjallaösku í loftrými Reykjavíkurflugvallar. Hinsvegar þykja nú góðar horfur á að innanlandsflug geti hafist eftir hádegi 28.4.2010 07:58
Karfavertíðin að hefjast Karfavertíðin er að hefjast á Reykjaneshrygg, djúpt suðvestur af landinu, og eru ellefu erlendir togarar þegar komnir á miðin og fleiri á leiðinni. 28.4.2010 07:58
Tölur um styrki til flokka stemma ekki Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. 28.4.2010 06:15
Glitnir styrkti bara flokkana „Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn," segir í yfirlýsingu sem skilanefnd Glitnis sendi frá sér í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar, segir að engir styrkir til stuðningsmannafélaga stjórnmálamanna hafi heldur komið í leitirnar. 28.4.2010 06:00
Brennir gat á meltingarfærin Sterkar sýrur og önnur ætandi efni valda bruna í meltingarvegi ef stíflueyðir er drukkinn. Afleiðingarnar geta meðal annars orðið þær að efnin brenna gat á vélinda eða annars staðar í meltingarveginn. Gerist það og viðkomandi lifir af, er mikil hætta á að hann geti ekki tekið inn næringu með eðlilegum hætti, heldur verði að nota sondu, en það er rör sem leitt er ofan í magann Þá geta myndast örvefir, ör og sár í meltingarvegi eftir brunann sem há sjúklingnum alla ævi. 28.4.2010 05:00
Efast um siðareglur fyrir forsetann Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, efast um að rétt sé að setja embætti forseta Íslands siðareglur. 28.4.2010 04:00
Tekjur lífeyrisþega lækka um þúsundir Eldri borgarar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum munu í flestum tilvikum verða fyrir umtalsverðri tekjuskerðingu þegar lífeyrissjóðirnir skerða greiðslur, þrátt fyrir hærri greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. 28.4.2010 03:30
Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. 28.4.2010 03:00
Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. 27.4.2010 21:43
Engin merki um að gosi sé að ljúka Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Í stöðumati Veðurstofunnar segir að sprengigos og gjóskumyndun sé aðeins lítið brot af því sem var þegar gosið var mest þó gjóskufalls gæti 40 km vestan gosstöðvanna. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka. 27.4.2010 21:04
Tveir nokkuð stórir skjálftar fyrir norðan Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar riðu yfir um 29 kílómetra Norð-norðaustur af Siglufirði nú síðdegis. Sá fyrri varð klukkan 17:43 og mældist hann 3,2 að stærð. Hinn skjálftinn var aðeins stærri, eða 3,5 stig og átti hann upptök sín á svipuðum slóðum klukkan hálfsjö í kvöld. 27.4.2010 20:45
Flugumferð leyfð um Akureyri og Egilsstaði Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum verða opnir áfram í kvöld og í nótt en útlit var fyrir að þeim yrði að loka sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík eru hinsvegar enn á svokölluðu svörtu svæði miðað við spá um öskudreifingu og verða því lokaðir áfram. 27.4.2010 19:20
Víkur af lista framsóknarmanna Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. 27.4.2010 19:00
Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27.4.2010 16:46
Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27.4.2010 15:08
Bannsvæði í kringum gossvæðið minnkað Þjóðvegur 1 er opinn undir Eyjafjöllum en vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem bráðabirgðaviðgerðir eru á veginum. 27.4.2010 14:42
Ferðaþjónustan fagnar ákvörðun um markaðsátak Samtök ferðaþjónustunnar fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja allt að 350 milljónir króna í kynningarátak á Íslandi vegna fyrirsjáanlegrar fækkunar ferðamanna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og sveitarfélög leggi sömu upphæð á móti. Í tilkynningu frá samtökunum segir að nú þegar hafi orðið mikið tjón hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og brýnt að snúa vörn í sókn þegar flug verður komið í eðlilegt horf. „Það er mikilvægt bæði fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt þjóðarbú.“ 27.4.2010 19:40
Hæstiréttur gæti grafið undan fjármálastöðugleikanum Viðskiptafræðingur fullyrðir að Hæstiréttur grafi undan möguleikum Seðlabankans til að halda fjármálastöðugleika í landinu dæmi hann bönkunum í vil í hinni óleystu deilu um lögmæti myntkörfulána. 27.4.2010 18:51
Jóhanna vill taka synjunarvaldið af forsetanum Forsætisráðherra vill að synjunarvaldið verði tekið af embætti forseta Íslands og þjóðinni færður beinn réttur til að kalla fram þjóðaratkvæðgreiðslur um einstök mál. 27.4.2010 18:45
Bakkavík í Bolungarvík gjaldþrota Bakkavík hf. í Bolungarvík hefur verið úrskurðað gjaldþrota og Tryggvi Guðmundsson skipaður skiptastjóri. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi verið stofnað árið 2001 og hefur það rekið öfluga rækjuvinnslu í Bolungarvík síðan. Jafnframt rak félagið fiskvinnslu og útgerð um nokkurra ára skeið og var mest með rúmlega 100 manns í vinnu. Undanfarið hafa um 30 manns unnið hjá félaginu. 27.4.2010 18:03
Sex milljónum varið í kaup á svifryksmæli Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis á fundi í morgun. 27.4.2010 17:55
Reynir á siðferðisþrekið að selja teygjuband í metratali Varð hrunið kannski til vegna leitarinnar að þægilegri vel borgaðri innivinnu? Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, kastaði fram þessari skondnu vangaveltu í fyrirlestri sínum „Dýrkeypt hagstjórnarmistök í þenslu“ sem fluttur var á opnum hádegisfundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag. 27.4.2010 16:37
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. 27.4.2010 15:40
Öllu áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis aflýst í dag Ekki verður hægt að fljúga hjá Flugfélaginu Erni á Höfn í Hornafirði, Sauðárkrók og Bíldudal í dag sökum öskudreifingar spár. Allt flug er á áætlun á morgun en staðan verður metin enn frekar þegar líður á daginn. 27.4.2010 14:09
Alþjóðahvalveiðiráðið óstarfhæft vegna deilna Formaður og varaformaður Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa lagt fram tillögu sem kveður á um að aðeins megi nota hvalaafurðir innanlands. Samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu þá þýðir sú klausa í raun bann á milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir. 27.4.2010 13:57
Ökumenn án skírteina sektaðir Á annan tug ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í umdæminu um helgina höfðu ekki ökuskírteini meðferðis. Einhverjir til viðbótar höfðu ekki hirt um að endurnýja það. 27.4.2010 13:44