Innlent

Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins

Átökin innan Blaðamannafélagsins harðna enn frekar.
Átökin innan Blaðamannafélagsins harðna enn frekar.

Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi.

Nú hafa fjórir stjórnarmenn, Svanborg Sigmarsdóttir gjaldkeri, Sigurður Már Jónsson ritari, Óli Kr. Ármannsson meðstjórnandi og Albert Örn Eyþórsson meðstjórnandi, sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir meðal annars:

„Fyrir fundinum lágu reikningar félagsins sem höfðu verið endurskoðaðir, bæði af löggiltum endurskoðanda og félagslegum endurskoðendum BÍ. Ekkert í umræðu fundarins gaf til kynna að einstakir stjórnarmenn hefðu nokkuð við reikninga félagsins sem slíka að athuga þó augljóst væri að samskipti við framkvæmdastjóra félagsins gerðu það að verkum að fjórir fundarmenn vildu ekki undirrita reikningana að svo komnu máli."

Þá segir ennfremur að deiluna megi rekja til samskiptaerfiðleika á milli Hjálmars Jónssonar, framkvæmdastjóra félagsins og formannsins. En Hjálmar bauð sig fram sem formaður.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga

Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×