Innlent

Tveir nokkuð stórir skjálftar fyrir norðan

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. MYND/Vilhelm

Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar riðu yfir um 29 kílómetra Norð-norðaustur af Siglufirði nú síðdegis. Sá fyrri varð klukkan 17:43 og mældist hann 3,2 að stærð. Hinn skjálftinn var aðeins stærri, eða 3,5 stig og átti hann upptök sín á svipuðum slóðum klukkan hálfsjö í kvöld.

Nokkrir eftirskjálftar hafa komið í kjölfarið að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir ennfremur að jarðskjálftar séu algengir á þessu svæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×