Innlent

Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins

Hjálmar Jónsson.
Hjálmar Jónsson.

Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en hluti stjórnarmanna, þar á meðal formaður og varaformaður félagsins, neituðu að undirrita ársreikning félagsins á stjórnarfundi í gærkvöldi.

Hjálmar segir að gagnrýnin eigi ekki við nein rök að styðjast.

Yfirlýsingu Hjálmars má lesa í heild sinnig hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir

Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins

Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi.

Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga

Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×