Víkur af lista framsóknarmanna 27. apríl 2010 19:00 Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. „Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, með umboði stjórnar kjördæmissambandsins, hefur óskað eftir því að ég, Guðrún Valdimarsdóttir, víki sæti af framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir í tilkynningu frá Guðrúnu. Ennfremur segir Guðrún: „Á fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið vakti ég, að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu eiginmanns míns, er nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta gerði ég í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar." Guðrún segir að umrætt fyrirtæki heiti Miðbæjareignir og átti það í viðskiptum við Icebank. „Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn." Viðbrögð flokksmanna komu á óvart Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu." „Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún að lokum. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. „Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, með umboði stjórnar kjördæmissambandsins, hefur óskað eftir því að ég, Guðrún Valdimarsdóttir, víki sæti af framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir í tilkynningu frá Guðrúnu. Ennfremur segir Guðrún: „Á fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið vakti ég, að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu eiginmanns míns, er nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta gerði ég í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar." Guðrún segir að umrætt fyrirtæki heiti Miðbæjareignir og átti það í viðskiptum við Icebank. „Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn." Viðbrögð flokksmanna komu á óvart Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu." „Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún að lokum.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira