Fleiri fréttir Hagsmunasamtökin undrast dóm Hagsmunasmtök heimilanna undrast mjög þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið, að fjármögnunarfyrirtæki hafi verið heimilt að gefa út skuldabréf, tilgreint í íslenskum krónum, með gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla. 7.12.2009 07:11 Mikið tjón í bruna í Waldorfskóla Miklar skemmdir urðu á þremur skólastofum við Waldorfskólann að Hraunbergi þegar þrír fimmtán ára piltar kveiktu þar í laust fyrir miðnætti. Þrátt fyrir að slökkvistarf gengi vel er tjónið mikið. 7.12.2009 07:05 Þrjár kærur vegna Suðvesturlínu Þrjár kærur hafa borist Umhverfisráðuneytinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda. 7.12.2009 06:00 Þurfa 1.875 upprunavottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins. Þetta kemur til vegna tilrauna til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. 7.12.2009 06:00 Dómi amfetamínstúlku áfrýjað Ákæruvaldið hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi yfir stúlku sem var ákærð fyrir að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan var sýknuð af ákæru þessa efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. 7.12.2009 05:00 Skilaboð til Kaupmannahafnar Umhverfis- og mannréttindasamtök víða um heim standa fyrir viðburði laugardaginn 12. desember til að undirstrika mikilvægi Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem hefst í dag og stendur til 18. desember. Vonir standa til að viðburðurinn verði sá stærsti í tengslum við þetta málefni frá upphafi. Þúsund samkomur í níutíu löndum hafa þegar verið skipulagðar, þar af tvær á Íslandi. 7.12.2009 04:30 Fjörutíu milljónir í samgöngumiðstöð Opinbera hlutafélagið Flugstoðir hefur eytt 38 milljónum króna í undirbúning samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll síðan 2007. 7.12.2009 04:00 Þriðja hver sería reyndist hættuleg Þriðja hver jólasería er hættuleg, samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Kannaðar voru nær 200 seríur í öllum verðflokkum í fimm löndum, Hollandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu. Seríurnar féllu margar á ýmiss konar öryggisprófunum sem gerðar voru, algengasti gallinn voru lélegar leiðslur í snúrunum og hætta á ofhitnun af ýmsum ástæðum. 7.12.2009 03:45 Stuðningur til framtíðar Velunnarar kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss hafa ákveðið að stofna styrktarfélag sem ætlað er að styrkja alla þætti kvennadeildarinnar. 7.12.2009 03:30 Fækkun þyrla afleitur kostur „Mér finnst þetta afleitur kostur. Ef af verður er þetta það alvarlegt mál að ég mun kynna það ríkisstjórn. Ég vil skoða alla aðra möguleika áður en gripið verður til þessa ráðs og hef þegar óskað eftir minnisblaði frá Landhelgisgæslunni um þetta,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um þá hugmynd að fækka þyrlum Landhelgisgæslunnar úr þremur í tvær. 7.12.2009 03:00 Þjónusta við langveik börn aukin Stuðnings- og nærþjónusta við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) verður aukin með nýjum samstarfssamningi ráðuneyta og sveitarfélaga um tilraunaverkefni í þessu skyni til þriggja ára. Samningurinn var undiritaður í síðustu viku. Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins árið 2009. Fjárhæðinni er skipt milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis en samstarfssamningurinn er milli þessara ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga í landinu. 7.12.2009 02:45 Íslensk hross send til Mexíkó í fyrsta sinn Sjö folöld eru nú á leiðinni frá Íslandi til Mexíkó. Þetta ungviði er fyrstu íslensku hrossin sem flutt eru héðan þangað til lands. Þau eru í löngu og ströngu ferðalagi, því það tekur að minnsta kosti tíu daga með hvíldarstoppum. 7.12.2009 02:00 Sjómannasambandið leggst alfarið gegn fækkun þyrlna „Við leggjumst alfarið gegn fækkun á þyrlum,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um hugsanlegar sparnaðaraðgerðir Landhelgisgæslunnar en mögulegt er að þyrlan TF EIR verði skilað vegna niðurskurðar. 6.12.2009 15:45 UMFÍ áhugasamt um að stofna Lýðháskóla „Þetta er bara á teikniborðinu,“ segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, en uppi hafa verið hugmyndir um að stofna Lýðháskóla hér á landi. Um er að ræða draum sem ungmennafélagið hefur gengið með í maganum en er ekki komið á alvarlegt stig að sögn Helgu. 6.12.2009 14:26 Góð færð sunnan- og vestanvert landið Það er góð færð um allt sunnan- og vestanvert landið, vegir ýmist með hálkublettum eða alveg auðir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 6.12.2009 14:12 Roger Boyes: Jón Ásgeir og Davíð haga sér eins og leikskólabörn „Þetta var leikhús fáránleikans,“ lýsir Roger Boyes, rithöfundur og fréttaritari The Times í London, hruninu á Íslandi eins og það kom honum fyrir sjónir þegar hann var staddur hér á landi í október á síðasta ári. Roger var í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu. Hann hefur meðal annars skrifað bókina Meltdown Iceland um hrunið. 6.12.2009 14:06 Forstjóri Landhelgisgæslunnar: Þarf að skera niður um 300 milljónir Landhelgisgæslan íhugar að reka aðeins tvær björgunarþyrlur í stað þriggja í sparnaðarskyni. Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með rekstur gæslunnar og þarf að skera niður um 300 milljónir króna á næsta ári. Forstjóri gæslunnar segir ennþá ekkert ákveðið en fækkun þyrla yrði einn af síðustu kostum öryggisins vegna. 6.12.2009 12:42 Sigmundur Davíð: Forsetinn verður að synja Icesave Forseti Íslands á ekki annan kost en að synja lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave staðfestingar. Þetta segir formaður Framsóknarflokks. 6.12.2009 12:38 Unnið að fjórða meirihlutanum í Grindavík - farsakennd bæjarpólitík Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hittast í kvöld til þess að semja um nýjan meirihluta í bæjarstjórn eftir að VG sleit samstarfinu á föstudaginn síðasta. Þá sendu þeir út tilkynningu þar sem þeir sögðust ekki geta stutt meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og VG vegna ágreinings um bæjarstjóra. 6.12.2009 11:51 Hálka og hálkublettir víða á landinu Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en hálkublettir eru þó sumstaðar á útvegum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði en annarsstaðar hálkublettir eða alveg autt. 6.12.2009 10:34 Landhelgisgæslan hyggst skila björgunarþyrlu Landhelgisgæslan mun aðeins reka tvær björgunarþyrlur á næsta ári og verður minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, skilað samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr Stjórnarráðinu. 6.12.2009 10:02 Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar klukkan ellefu í dag og verður opið til fjögur. Þar er austan átt og um fimm til sex metrar á sekúndu og nægur snjór í fjallinu. 6.12.2009 09:56 Tvö innbrot í grunnskóla í nótt Fjórir menn á tvítugsaldrinum voru gripnir glóðvolgir í nótt þegar þeir brutust inn í Háteigsskóla. Einn piltanna var handtekinn inn í skólanum en hinir í bíl sem beið eftir honum. Í fórum piltanna fannst skjávarpi. Allir piltarnir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar. 6.12.2009 09:38 Þrjár alvarlegar líkamsárásir í nótt Lögreglan var þrívegis kölluð út vegna líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sú fyrst átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi. Þar gekk karlmaður í skrokk á konu sinni. Lögreglan var kvödd á staðinn sem skarst í leikinn. Konan var í kjölfarið færð á spítala þar sem gert var að sárum hennar. 6.12.2009 09:28 Yfir sjö þúsund gegn afnámi sjómannaafsláttar á Facebook Rúmlega sjö þúsund manns hafa skráð sig í hóp til stuðnings sjómanna á Facebook sem eru andvígir afnmámi sjómannaafsláttarins. 5.12.2009 21:00 Öryrkjum mismunað Atvinnulausir eru með sjöfalt hærra frítekjumark en öryrkjar og ellilífeyrisþegar. Örorkubætur hjá tvítugri fjölfatlaðri stúlku skerðast verulega vegna skaðabóta sem hún fékk eftir bílslys. Klár mismunun segir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins. 5.12.2009 19:24 Snittur í stað bólusetningar Bólusetja mætti 80 prósent tólf ára stúlkna á Íslandi við leghálskrabbameini fyrir það fé sem ráðuneytin hafa varið í veitingar á þessu ári. 5.12.2009 18:58 Stjórnarformaður Alþjóðahúss hættir eftir ásakanir um bruðl Stjórnarformaður Alþjóðahússins, Katla Þorsteinsdóttir, hefur hætt öllum afskiptum af Alþjóðahúsinu eftir harða gagnrýni núverandi og fyrrverandi starfsmanna þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðdegis. 5.12.2009 18:14 UMFÍ lýsir eftir mótshöldurum Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík í dag, var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2010 5.12.2009 17:50 Fagna endalokum Varnarmálastofnunnar Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja niður Varnarmálastofnun. Stofnun hennar hafi verið ein af þeim slæmu mistökum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi komið í verk. 5.12.2009 17:11 Skattafrumvörpum vísað í nefnd Fyrstu umræðu um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar er lokið á Alþingi. Skattafrumvörpin, sem eru þrjú, hafa því verið send til efnahags- og skattanefndar. 5.12.2009 17:01 109 látnir í Perm - klúbbaeigendur hugsanlega ákærðir Alls hafa 109 manns látist í eldsvoðanum í Perm í Rússlandi. Sprengingin varð í miðri flugeldasýningu sem haldin var til að fagna átta ára afmæli skemmtistaðar í borginni. Það var í raun ekki sprengingin sem banaði fólkinu heldur varð hún til þess að eldur kviknaði í veislutjaldi. 5.12.2009 16:54 Tæplega tvö þúsund á kröfufundi „Þegar best lét voru örugglega um 1500 til 1800 manns hérna,“ segir Marinó G. Njálsson, ritari Hagsmunasamtaka Heimilanna en fjölmenni mætti á kröfufund á Austurvelli á vegum samtakanna og Nýs Íslands. 5.12.2009 16:17 Fjölmenni á kröfufundi á Austurvelli Á fjórða hundrað manns hafa safnast saman á Austurvelli þar sem kröfufundur Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands hófst nú klukkan þrjú. 5.12.2009 15:10 Gylfi Magnússon: Icesave-frumvarpið verður samþykkt Viðskiptaráðherra Íslands, Gylfi Magnússon, sagði í viðtali við Reuters í Danmörku í gær, eftir að hann hafði setið fund með fjármálaráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn, að Icesave frumvarpið yrði samþykkt. 5.12.2009 15:00 Telur óbeina skatta hækka skuldir heimila um milljarða Skuldir heimilanna munu hækka um tugi milljarða með óbeinum sköttum verði farið út í fyrirhugaðar skattahækkanir að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, en skattafrumvarp ríkisstjórnar er nú til umræðu á þingi. Hann leggur til að auðlindir eins og fiskur og orka verði skattlögð frekar. 5.12.2009 14:24 Lögreglan lýsir eftir pilti Hann fór frá heimili sínu síðastliðinn fimmtudag og hefur ekki sést síðan. 5.12.2009 14:12 Niðurskurður mun bitna verulega á barnafjölskyldum Barnafjölskyldur munu finna verulega fyrir þeim niðurskurði sem Reykjavíkurborg hefur boðað á næsta ári að sögn borgarfulltrúa Vinstri grænna. Seinka á inntöku barna í leikskóla og þá verða frístundaheimili lokuð fyrir hádegi - sextán daga á ári. 5.12.2009 13:04 Icesave-umræðu frestað Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Umræða um málið hefur staðið tæplega eitt hundrað klukkustundir. 5.12.2009 12:16 Búpeningur og áfengi helsta slysaorsök bænda Búpeningur er áberandi orsök vinnuslysa íslenskra bænda. Notkun áfengis í tengslum við vinnu eru einnig skýr. Þeir bændur sem lent hafa í vinnuslysum meta líkamlega og andlega líðan verri og hafa meiri geðræn einkenni, en þeir sem sloppið hafa við slys. 5.12.2009 12:09 Lífsýni tekið úr dóttur Fischers Lífsýni úr Bobby Fischer verður borið saman úr lífsýni sem tekið var úr filippseyskri stúlku í vikunni en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Móðir stúlkunnar hefur fyrir hönd dóttur sinnar gert kröfu í dánarbúið sem er metið á 270 milljónir. 5.12.2009 12:04 Tendrað á Hamborgartrénu í dag Ljós verða tendruð á Hamborgartré á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í 44. sinn í dag klukkan fimm. 5.12.2009 10:29 Dóttir Fischers komin til Íslands og farin Marilyn Young, fyrrum ástkona skákmannsins Bobby Fischer,var stödd hér á landi ásamt dóttir sinni Jinky, en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Marilyn hyggst gera kröfu í dánarbú Fischers fyrir hönd dóttur sinnar. 5.12.2009 10:21 Á annað hundrað milljónir söfnuðust fyrri Unicef Yfir hundrað og fimmtíu milljónir króna hafa safnast fyrir barnahjálparsamtökin Unicef hér á landi. Söfnunarátakið hófst 20. nóvember á afmæli barnasáttmálans og lauk svo með stórri sjónvarpsútsendingu í Borgarleikhúsinu á degi rauða nefsins í gær. 5.12.2009 10:18 Samkomulag búið að nást um Icesave Samkomulag hefur náðst á Alþingi um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Málið fer þá í nefnd en meðal annars stendur til að láta enska lögfræðistofu meta Icesave samningana. 5.12.2009 10:05 Sjá næstu 50 fréttir
Hagsmunasamtökin undrast dóm Hagsmunasmtök heimilanna undrast mjög þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið, að fjármögnunarfyrirtæki hafi verið heimilt að gefa út skuldabréf, tilgreint í íslenskum krónum, með gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla. 7.12.2009 07:11
Mikið tjón í bruna í Waldorfskóla Miklar skemmdir urðu á þremur skólastofum við Waldorfskólann að Hraunbergi þegar þrír fimmtán ára piltar kveiktu þar í laust fyrir miðnætti. Þrátt fyrir að slökkvistarf gengi vel er tjónið mikið. 7.12.2009 07:05
Þrjár kærur vegna Suðvesturlínu Þrjár kærur hafa borist Umhverfisráðuneytinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda. 7.12.2009 06:00
Þurfa 1.875 upprunavottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins. Þetta kemur til vegna tilrauna til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. 7.12.2009 06:00
Dómi amfetamínstúlku áfrýjað Ákæruvaldið hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi yfir stúlku sem var ákærð fyrir að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan var sýknuð af ákæru þessa efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. 7.12.2009 05:00
Skilaboð til Kaupmannahafnar Umhverfis- og mannréttindasamtök víða um heim standa fyrir viðburði laugardaginn 12. desember til að undirstrika mikilvægi Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem hefst í dag og stendur til 18. desember. Vonir standa til að viðburðurinn verði sá stærsti í tengslum við þetta málefni frá upphafi. Þúsund samkomur í níutíu löndum hafa þegar verið skipulagðar, þar af tvær á Íslandi. 7.12.2009 04:30
Fjörutíu milljónir í samgöngumiðstöð Opinbera hlutafélagið Flugstoðir hefur eytt 38 milljónum króna í undirbúning samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll síðan 2007. 7.12.2009 04:00
Þriðja hver sería reyndist hættuleg Þriðja hver jólasería er hættuleg, samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Kannaðar voru nær 200 seríur í öllum verðflokkum í fimm löndum, Hollandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu. Seríurnar féllu margar á ýmiss konar öryggisprófunum sem gerðar voru, algengasti gallinn voru lélegar leiðslur í snúrunum og hætta á ofhitnun af ýmsum ástæðum. 7.12.2009 03:45
Stuðningur til framtíðar Velunnarar kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss hafa ákveðið að stofna styrktarfélag sem ætlað er að styrkja alla þætti kvennadeildarinnar. 7.12.2009 03:30
Fækkun þyrla afleitur kostur „Mér finnst þetta afleitur kostur. Ef af verður er þetta það alvarlegt mál að ég mun kynna það ríkisstjórn. Ég vil skoða alla aðra möguleika áður en gripið verður til þessa ráðs og hef þegar óskað eftir minnisblaði frá Landhelgisgæslunni um þetta,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um þá hugmynd að fækka þyrlum Landhelgisgæslunnar úr þremur í tvær. 7.12.2009 03:00
Þjónusta við langveik börn aukin Stuðnings- og nærþjónusta við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) verður aukin með nýjum samstarfssamningi ráðuneyta og sveitarfélaga um tilraunaverkefni í þessu skyni til þriggja ára. Samningurinn var undiritaður í síðustu viku. Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins árið 2009. Fjárhæðinni er skipt milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis en samstarfssamningurinn er milli þessara ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga í landinu. 7.12.2009 02:45
Íslensk hross send til Mexíkó í fyrsta sinn Sjö folöld eru nú á leiðinni frá Íslandi til Mexíkó. Þetta ungviði er fyrstu íslensku hrossin sem flutt eru héðan þangað til lands. Þau eru í löngu og ströngu ferðalagi, því það tekur að minnsta kosti tíu daga með hvíldarstoppum. 7.12.2009 02:00
Sjómannasambandið leggst alfarið gegn fækkun þyrlna „Við leggjumst alfarið gegn fækkun á þyrlum,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um hugsanlegar sparnaðaraðgerðir Landhelgisgæslunnar en mögulegt er að þyrlan TF EIR verði skilað vegna niðurskurðar. 6.12.2009 15:45
UMFÍ áhugasamt um að stofna Lýðháskóla „Þetta er bara á teikniborðinu,“ segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, en uppi hafa verið hugmyndir um að stofna Lýðháskóla hér á landi. Um er að ræða draum sem ungmennafélagið hefur gengið með í maganum en er ekki komið á alvarlegt stig að sögn Helgu. 6.12.2009 14:26
Góð færð sunnan- og vestanvert landið Það er góð færð um allt sunnan- og vestanvert landið, vegir ýmist með hálkublettum eða alveg auðir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 6.12.2009 14:12
Roger Boyes: Jón Ásgeir og Davíð haga sér eins og leikskólabörn „Þetta var leikhús fáránleikans,“ lýsir Roger Boyes, rithöfundur og fréttaritari The Times í London, hruninu á Íslandi eins og það kom honum fyrir sjónir þegar hann var staddur hér á landi í október á síðasta ári. Roger var í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í hádeginu. Hann hefur meðal annars skrifað bókina Meltdown Iceland um hrunið. 6.12.2009 14:06
Forstjóri Landhelgisgæslunnar: Þarf að skera niður um 300 milljónir Landhelgisgæslan íhugar að reka aðeins tvær björgunarþyrlur í stað þriggja í sparnaðarskyni. Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með rekstur gæslunnar og þarf að skera niður um 300 milljónir króna á næsta ári. Forstjóri gæslunnar segir ennþá ekkert ákveðið en fækkun þyrla yrði einn af síðustu kostum öryggisins vegna. 6.12.2009 12:42
Sigmundur Davíð: Forsetinn verður að synja Icesave Forseti Íslands á ekki annan kost en að synja lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave staðfestingar. Þetta segir formaður Framsóknarflokks. 6.12.2009 12:38
Unnið að fjórða meirihlutanum í Grindavík - farsakennd bæjarpólitík Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hittast í kvöld til þess að semja um nýjan meirihluta í bæjarstjórn eftir að VG sleit samstarfinu á föstudaginn síðasta. Þá sendu þeir út tilkynningu þar sem þeir sögðust ekki geta stutt meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og VG vegna ágreinings um bæjarstjóra. 6.12.2009 11:51
Hálka og hálkublettir víða á landinu Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en hálkublettir eru þó sumstaðar á útvegum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði en annarsstaðar hálkublettir eða alveg autt. 6.12.2009 10:34
Landhelgisgæslan hyggst skila björgunarþyrlu Landhelgisgæslan mun aðeins reka tvær björgunarþyrlur á næsta ári og verður minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, skilað samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr Stjórnarráðinu. 6.12.2009 10:02
Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar klukkan ellefu í dag og verður opið til fjögur. Þar er austan átt og um fimm til sex metrar á sekúndu og nægur snjór í fjallinu. 6.12.2009 09:56
Tvö innbrot í grunnskóla í nótt Fjórir menn á tvítugsaldrinum voru gripnir glóðvolgir í nótt þegar þeir brutust inn í Háteigsskóla. Einn piltanna var handtekinn inn í skólanum en hinir í bíl sem beið eftir honum. Í fórum piltanna fannst skjávarpi. Allir piltarnir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar. 6.12.2009 09:38
Þrjár alvarlegar líkamsárásir í nótt Lögreglan var þrívegis kölluð út vegna líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sú fyrst átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi. Þar gekk karlmaður í skrokk á konu sinni. Lögreglan var kvödd á staðinn sem skarst í leikinn. Konan var í kjölfarið færð á spítala þar sem gert var að sárum hennar. 6.12.2009 09:28
Yfir sjö þúsund gegn afnámi sjómannaafsláttar á Facebook Rúmlega sjö þúsund manns hafa skráð sig í hóp til stuðnings sjómanna á Facebook sem eru andvígir afnmámi sjómannaafsláttarins. 5.12.2009 21:00
Öryrkjum mismunað Atvinnulausir eru með sjöfalt hærra frítekjumark en öryrkjar og ellilífeyrisþegar. Örorkubætur hjá tvítugri fjölfatlaðri stúlku skerðast verulega vegna skaðabóta sem hún fékk eftir bílslys. Klár mismunun segir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins. 5.12.2009 19:24
Snittur í stað bólusetningar Bólusetja mætti 80 prósent tólf ára stúlkna á Íslandi við leghálskrabbameini fyrir það fé sem ráðuneytin hafa varið í veitingar á þessu ári. 5.12.2009 18:58
Stjórnarformaður Alþjóðahúss hættir eftir ásakanir um bruðl Stjórnarformaður Alþjóðahússins, Katla Þorsteinsdóttir, hefur hætt öllum afskiptum af Alþjóðahúsinu eftir harða gagnrýni núverandi og fyrrverandi starfsmanna þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðdegis. 5.12.2009 18:14
UMFÍ lýsir eftir mótshöldurum Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík í dag, var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2010 5.12.2009 17:50
Fagna endalokum Varnarmálastofnunnar Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja niður Varnarmálastofnun. Stofnun hennar hafi verið ein af þeim slæmu mistökum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi komið í verk. 5.12.2009 17:11
Skattafrumvörpum vísað í nefnd Fyrstu umræðu um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar er lokið á Alþingi. Skattafrumvörpin, sem eru þrjú, hafa því verið send til efnahags- og skattanefndar. 5.12.2009 17:01
109 látnir í Perm - klúbbaeigendur hugsanlega ákærðir Alls hafa 109 manns látist í eldsvoðanum í Perm í Rússlandi. Sprengingin varð í miðri flugeldasýningu sem haldin var til að fagna átta ára afmæli skemmtistaðar í borginni. Það var í raun ekki sprengingin sem banaði fólkinu heldur varð hún til þess að eldur kviknaði í veislutjaldi. 5.12.2009 16:54
Tæplega tvö þúsund á kröfufundi „Þegar best lét voru örugglega um 1500 til 1800 manns hérna,“ segir Marinó G. Njálsson, ritari Hagsmunasamtaka Heimilanna en fjölmenni mætti á kröfufund á Austurvelli á vegum samtakanna og Nýs Íslands. 5.12.2009 16:17
Fjölmenni á kröfufundi á Austurvelli Á fjórða hundrað manns hafa safnast saman á Austurvelli þar sem kröfufundur Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands hófst nú klukkan þrjú. 5.12.2009 15:10
Gylfi Magnússon: Icesave-frumvarpið verður samþykkt Viðskiptaráðherra Íslands, Gylfi Magnússon, sagði í viðtali við Reuters í Danmörku í gær, eftir að hann hafði setið fund með fjármálaráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn, að Icesave frumvarpið yrði samþykkt. 5.12.2009 15:00
Telur óbeina skatta hækka skuldir heimila um milljarða Skuldir heimilanna munu hækka um tugi milljarða með óbeinum sköttum verði farið út í fyrirhugaðar skattahækkanir að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, en skattafrumvarp ríkisstjórnar er nú til umræðu á þingi. Hann leggur til að auðlindir eins og fiskur og orka verði skattlögð frekar. 5.12.2009 14:24
Lögreglan lýsir eftir pilti Hann fór frá heimili sínu síðastliðinn fimmtudag og hefur ekki sést síðan. 5.12.2009 14:12
Niðurskurður mun bitna verulega á barnafjölskyldum Barnafjölskyldur munu finna verulega fyrir þeim niðurskurði sem Reykjavíkurborg hefur boðað á næsta ári að sögn borgarfulltrúa Vinstri grænna. Seinka á inntöku barna í leikskóla og þá verða frístundaheimili lokuð fyrir hádegi - sextán daga á ári. 5.12.2009 13:04
Icesave-umræðu frestað Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Umræða um málið hefur staðið tæplega eitt hundrað klukkustundir. 5.12.2009 12:16
Búpeningur og áfengi helsta slysaorsök bænda Búpeningur er áberandi orsök vinnuslysa íslenskra bænda. Notkun áfengis í tengslum við vinnu eru einnig skýr. Þeir bændur sem lent hafa í vinnuslysum meta líkamlega og andlega líðan verri og hafa meiri geðræn einkenni, en þeir sem sloppið hafa við slys. 5.12.2009 12:09
Lífsýni tekið úr dóttur Fischers Lífsýni úr Bobby Fischer verður borið saman úr lífsýni sem tekið var úr filippseyskri stúlku í vikunni en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Móðir stúlkunnar hefur fyrir hönd dóttur sinnar gert kröfu í dánarbúið sem er metið á 270 milljónir. 5.12.2009 12:04
Tendrað á Hamborgartrénu í dag Ljós verða tendruð á Hamborgartré á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í 44. sinn í dag klukkan fimm. 5.12.2009 10:29
Dóttir Fischers komin til Íslands og farin Marilyn Young, fyrrum ástkona skákmannsins Bobby Fischer,var stödd hér á landi ásamt dóttir sinni Jinky, en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Marilyn hyggst gera kröfu í dánarbú Fischers fyrir hönd dóttur sinnar. 5.12.2009 10:21
Á annað hundrað milljónir söfnuðust fyrri Unicef Yfir hundrað og fimmtíu milljónir króna hafa safnast fyrir barnahjálparsamtökin Unicef hér á landi. Söfnunarátakið hófst 20. nóvember á afmæli barnasáttmálans og lauk svo með stórri sjónvarpsútsendingu í Borgarleikhúsinu á degi rauða nefsins í gær. 5.12.2009 10:18
Samkomulag búið að nást um Icesave Samkomulag hefur náðst á Alþingi um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Málið fer þá í nefnd en meðal annars stendur til að láta enska lögfræðistofu meta Icesave samningana. 5.12.2009 10:05