Innlent

Icesave-umræðu frestað

Höskuldur Kári Schram skrifar
Alþingi.
Alþingi.

Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Umræða um málið hefur staðið tæplega eitt hundrað klukkustundir.

Þingfundur á Alþingi hófst klukkan tíu í morgun með umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar. Umræðunni lauk á hádegi en samkvæmt því samkomulagi sem undirritað var í gærkvöldi er stefnt að því að ljúka annarri umræðu á þriðjudag.

13 önnur mál eru á dagskrá Alþingis í dag - meðal annars skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar - en búist er við því að þingfundi ljúki klukkan átta í kvöld.

Fjárlaganefnd mun fá Icesave frumvarpið til umfjöllunar eftir að annarri umræðu lýkur. Gert er ráð fyrir því að ensk lögfræðistofa verði fengin til að meta Icesave samkomulagið. Fjárlaganefnd mun væntanlega ljúka sinni umfjöllun um næstu helgi og fer málið þá til þriðju og síðustu umræðu. Allt bendir því til þess að Alþingi afgreiða Icesave frumvarpið fyrir jól.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fagnaði samkomulaginu á Alþingi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×