Innlent

Fjölmenni á kröfufundi á Austurvelli

Mótmæli.
Mótmæli.

Á fjórða hundrað manns hafa safnast saman á Austurvelli þar sem kröfufundur Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands hófst nú klukkan þrjú.

Kröfurnar eru meðal annars að stjórnvöld leggi fram tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar og vaxtaokur verði aflagt. Að höfuðstóll lána verði verði leiðréttur á réttlátan hátt. Þannig verði lán í erlendri mynt leiðrétt, færð yfir í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.

Í tilkynningu segir að heimilin séu undirstaða þjóðfélagsins og því hljóti að teljast þess virði að berjast fyrir bættum lánakjörum og þeirra hag. Ræðumenn eru Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og Bjarki Steingrímsson, varaformaður VR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×