Innlent

Telur óbeina skatta hækka skuldir heimila um milljarða

Þór Saari.
Þór Saari.

Skuldir heimilanna munu hækka um tugi milljarða með óbeinum sköttum verði farið út í fyrirhugaðar skattahækkanir að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, en skattafrumvarp ríkisstjórnar er nú til umræðu á þingi. Hann leggur til að auðlindir eins og fiskur og orka verði skattlögð frekar.

Hann telur að með umhverfis-og auðlindasköttum, sem að hans mati eru löngu tímabærir, verði hægt að ná 2,2 milljörðum króna inn í ríkiskassann. Þá telur Hreyfingin að verði hvert kíló af fiskafla skattlagt um 50 krónur þá megi ná um 30 milljörðum króna inn í ríkiskassann.

Hann telur hugmyndir ríkisstjórnar nú varðandi hækkun skatta muni bitna alvarlega á heimilum landsins sem annarsvegar standa ekki undir hækkuðum sköttum eða eiga erfitt með það.

„Hækkun virðisaukaskatts og beinna skatta leiða af sér 14 milljarða en skuldir heimilanna munu í kjölfarið hækka um tugi milljarða," sagði Þór í ræðupúlti Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×