Innlent

Tæplega tvö þúsund á kröfufundi

„Þegar best lét voru örugglega um 1500 til 1800 manns hérna," segir Marinó G. Njálsson, ritari Hagsmunasamtaka Heimilanna en fjölmenni mætti á kröfufund á Austurvelli á vegum samtakanna og Nýs Íslands.

„Það er hugur í fólki," sagði Marínó en Einar Már Guðmundsson var að ljúka ræðu sinni þegar blaðamaður ræddi við hann. Auk Einars hélt Bjarki Steingrímsson, varaformaður VR og Axel Pétur Axelsson einnig ræður. Og að sögn Marínó voru allir sammála um að aðgerðir stjórnvalda til þess að koma til móts við heimili í landinu væru ekki næg.

Allir þingmenn Hreyfingarinnar voru á fundinum en Þór Saari, þingmaður, óskaði eftir fundarhléi vegna kröfufundarins en fékk ekki. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Gunnlaugur G. Sverrisson, lét einnig sjá sig á fundinum. Ekki sást til þingmanna ríkisstjórnar en tekist var á um skattamál inn á Alþingi á sama tíma og kröfufundurinn fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×