Innlent

Landhelgisgæslan hyggst skila björgunarþyrlu

TF Eir. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hyggst Landhelgisgæslan skila þessari þyrlu.
TF Eir. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hyggst Landhelgisgæslan skila þessari þyrlu.

Landhelgisgæslan mun aðeins reka tvær björgunarþyrlur á næsta ári og verður minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, skilað samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr Stjórnarráðinu.

Landhelgisgæslan á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma sem ber einkennisstafina TF-LÍF. Þá leigir Gæslan tvær þyrlur. Önnur þeirra, TF-GNA, er sömu tegundar og Líf, en hin, TF-EIR, er minni og af gerðinni Aerospatiale Dauphin II. Samkvæmt Víkurfréttum verður henni nú skilað.

TF-EIR kom til landsins í ársbyrjun 2007 og hefur því þjónað Landhelgisgæslunni í tæplega þrjú ár.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru notaðar jafnt til öryggis- og löggæslu sem og í leitar og björgunarflug. Farið er með reglubundnum hætti í eftirlitsflug á þyrlum en auk þess er æfingaflug nýtt til löggæsluverkefna. Löggæsluferðir þyrlnanna felast í almennu eftirliti með skipaumferð og fiskveiðum á grunnslóð.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort flugdeild Landhelgisgæslunnar flytji til Keflavíkurflugvallar þegar verkefni sem Varnarmálastofnun Íslands verða sameinuð öðrum ríkisstofnunum.

Aðstaða fyrir flugdeildina er til staðar á Keflavíkurflugvelli og jafnvel aðrar deildir Landhelgisgæslunnar einnig í byggingum sem Varnarmálastofnun hefur verið að láta taka í gegn og endurbæta síðasta árið. Lesa má frétt Víkurtfrétta hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×