Innlent

Hálka og hálkublettir víða á landinu

Það er hálka víðsvegar. Mynd úr safni.
Það er hálka víðsvegar. Mynd úr safni.

Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en hálkublettir eru þó sumstaðar á útvegum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði en annarsstaðar hálkublettir eða alveg autt.

Góð færð er á Vestfjörðum, ýmist alveg autt eða hálkublettir.

Um Norðurland vestanvert er mikið autt en austan Skagafjarðar er víða nokkur hálka. Varað er við flughálku á Ljósavatnsskarði.

Á Austurlandi hálka á Vopnafjarðarheiði , Vatnsskarði og Fjarðarheiði en flughált á Háreksstaðaleið og Breiðdalsheiði.

Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×