Innlent

Dóttir Fischers komin til Íslands og farin

Bobby Fischer. Mynd úr safni.
Bobby Fischer. Mynd úr safni.

Marilyn Young, fyrrum ástkona skákmannsins Bobby Fischer,var stödd hér á landi ásamt dóttir sinni Jinky, en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Marilyn hyggst gera kröfu í dánarbú Fischers fyrir hönd dóttur sinnar.

Áður höfðu komið fram tvær kröfur í dánarbúið, ein frá Miyoko Watai ekkju Fischers, og önnur frá systrabörnum hans. Ef Jinky Young reynist hins vegar dóttir Fischers á hún rétt á tveimur þriðju dánarbúsins og ekkjan einum þriðja.

Blóðsýni voru því tekin af stúlkunni í vikunni sem notuð verða til að færa sönnur á faðernið. Dánarbú Bobby Fischer er metið á rúmar 270 milljónir króna.

Mæðgurnar fóru svo af landi brott snemma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×