Innlent

Öryrkjum mismunað

Helga Arnardóttir skrifar

Atvinnulausir eru með sjöfalt hærra frítekjumark en öryrkjar og ellilífeyrisþegar. Örorkubætur hjá tvítugri fjölfatlaðri stúlku skerðast verulega vegna skaðabóta sem hún fékk eftir bílslys. Klár mismunun segir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins.

Frítekjumarkið hjá atvinnulausum er tæplega 720 þúsund á ári en hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum er það rúmar 98 þúsund krónur á ári. Munurinn er sjöfaldur. Öryrkjabandalagið segir þetta mismunun.

Rebekka Anna Allwood er tvítug fjölfjötluð stúlka en hún varð fyrir bíl fyrir sex árum og skaddaðist illa. Hún á hátt í 10 milljónir króna í varasjóð sem hún fékk í skaðabætur eftir bílslysið. Vegna sjóðsins skerðast mánaðarlegar örorkubætur hennar um tæplega 35 þúsund á mánuði sem eru um 420 þúsund á ári. Auk þess greiðir hún um hundrað þúsund á ári í fjármagnstekjuskatt af milljón sem hún þó fær í ávöxtun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×