Fleiri fréttir

Starfsmenn sjaldan áminntir

Þrjú ráðuneyti hafa á síðastliðnum fimm árum áminnt embættis- eða starfsmenn undirstofnana og eitt ráðuneyti hefur þurft að skipa tilsjónarmann með rekstri undirstofnana sinna á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um veittar áminningar starfsmanna á vegum ráðuneytanna og skipun tilsjónarmanna með undirstofnunum þeirra.

Vilja fækka ferðum til Eyja

Bæjarráð Vestmannaeyja harmar að sú hugmynd sé komin upp að fækka ferðum Herjólfs enn frá því sem nú er. Ráðið fjallaði um málið í gær og sagði hugmyndirnar færa samgöngur til Eyja langt niður fyrir skynsamleg sársaukamörk, eins og segir í frétt á Eyjar.is.

NIB ætti að standa með okkur

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að stjórnin hafi vonast til að Norræni fjárfestingabankinn (NIB) stæði með Íslendingum á erfiðum tímum. „Það hefði verið betra frekar en að gera lánskjör erfiðari, hvað þá að boða gjaldfellingu eða eitthvað slíkt.“

Horn óx í auga hrúts og annan vantaði fót

Yfirvöld Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar bíða enn átekta eftir viðbrögðum þriggja ráðuneyta varðandi handsömun og slátrun útigangsfjár sem enn gengur laust á fjallshryggnum Tálkna. Í lok október náðust nítján kindur þaðan og var þeim slátrað. Þær voru í misjöfnu ásigkomulagi. Þeirra á meðal voru til dæmis hrútur með horn vaxið inn í auga, ær þar sem horn var um það bil að vaxa í auga og hrútur sem misst hafði neðan af fæti, að því er fram kemur í bókun dýraverndarráðs um málið.

Bara tíu ár frá tæknibyltingu

Upplýsingatækni ADSL-háhraðanettengingar hér á landi eru tíu ára um þessar mundir. Síminn tengdi fyrsta viðskiptavin sinn um ADSL 1. desember 1999. 6. desember sama ár var hafin almenn markaðssetning og sala á slíkum tengingum.

Athvarf fyrir sextíu konur

Hjálparstarf Mæðrahús sem reist var að frumkvæði Íslendinga var formlega opnað í bænum Engela í Namibíu í vikunni. Forsetafrú Namibíu, frú Penehupifo Pohamba, opnaði húsið að viðstöddu fjölmenni, en hún var verndari söfnunar til byggingar hússins.

80% samdráttur í nýskráningu

Nýskráningar bíla frá janúar á þessu ári til nóvemberloka voru 2.747 sem er 77,5 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra en þá voru ríflega 12.100 bílar skráðir á landinu að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar.

Á þriðja þúsund vilja að Alþingi afgreiði Icesave strax

Rúmlega 2600 manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíðunni Facebook þar sem þess er krafist að Alþingi afgreiði án tafar frumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans. Hópurinn var stofnaður í gær.

Ögmundur: Össur á réttri braut

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Varnarmálastofnun niður endurspeglar rétta forgangsröðun, að mati Ögmundar Jónassonar þingmanns VG og fyrrverandi ráðherra. Utanríkisráðherra sé á réttri braut. Hann telur að það hafi verið mikil mistök að setja saman Varnarmálastofnun.

Fundar með starfsmönnum Landspítalans um niðurskurð

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, mun ásamt framkvæmdastjórum og öðrum stjórnendum spítalans boða til funda með starfsmönnum deilda um sparnað og hagræðingu. Stærstum hluta hvers fundar verður varið í að hlusta á tillögur starfsmanna um sparnaðaraðgerðir á viðkomandi einingu og gera áætlun um framkvæmd þeirra með frumkvæði starfsmanna.

Sparnaður fólst í lögfræðistörfum stjórnarformannsins

Talsverður sparnaður fólst í því að Katla Þorsteinsdottir, stjórnarformaður Kosmos, tæki að sér lögfræðistörf fyrir Alþjóðahúsið. Á árunum 2006 til 2007 fengu fjórir stjórnarmenn samtals 350 þúsund krónur hver fyrir stjórnarsetu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins.

Björn: Jóhanna kann ekki að finna sáttaleið í neinu

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fullyrðir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, geti ekki fundið sáttaleið í neinu máli. Hann segir að hvort sem menn séu með eða á móti Icesave átti þeir sig á því að ríkisstjórnin hafi reynst ótrúlega veikburða í málinu.

Varnarmálastofnun lögð niður

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisríkisráðherra, sem felur í sér að Varnarmálastofnun verður lögð niður og að verkefni stofnunarinnar verði færð til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis. Þetta mun ekki hafa áhrif á varnar- og öryggisskuldbindingar Íslands. Stofnunin tók til starfa 1. júní 2008 undir stjórn Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, forstjóra.

Lygasaga í kirkjugarði

Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar.

Nýr Suðurstrandarvegur opnaður að hluta

Leiðin milli Grindavíkur og Þorlákshafnar hefur nú styst um fjórtán kílómetra með opnun hluta hins nýja Suðurstrandarvegar en gamla veginum um Selvogsheiði hefur jafnframt verið lokað. Lokaáfangi Suðurstrandarvegar er hins vegar í algerri óvissu eftir síðasta niðurskurð.

Bendir til skjalafölsunar í Kaupþingi

Uppljóstrunarsíðan Wikileaks birti rétt í þessu níu SMS skilaboð send frá Þorsteini Helga Ingasyni, athafnamanni, til Finns Ingólfssonar, fyrrverandi eiganda í Kaupþingi og ráðherra.

Bruðl í Alþjóðahúsinu

Alþjóðahús stendur ekki undir nafni og starfsemin þar er ekki svipur hjá sjón. Þetta er skoðun bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna sem gagnrýna að eigendum hafi verið greiddur arður og að stjórnarformaður þiggi milljónir króna í laun fyrir lögfræðistörf þrátt fyrir að vera í fullri vinnu annars staðar.

Samstarfskona Catalinu er íslenskur ríkisborgari

Catalina Ncogo, hefur verið handtekin í annað sinn vegna gruns um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Hún var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir vændisstarfsemi fyrr í vikunni. Samstarfskona hennar er íslenskur ríkisborgari.

Ferjurnar fara færri ferðir

„Vegna niðurskurðar á fjárveitingum og nokkurs hallareksturs er nauðsynlegt að draga saman og spara í styrkjum til almenningssamgangna sem nemur um 10 prósentum á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni um styrki til almenningssamgangna.

Heitavatnslaust á Vesturlandi

Vegna bilunar á aðveituæð hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar verður heitavatnslaust á Akranesi, Borgarnesi, Hvanneyri og Hagamel. Búast má við að viðgerð standi fram eftir nóttu.

Óprúttnir þjófar stálu jólagjöfum

Óprúttnir aðilar fóru inn um opinn glugga á jarðhæð húss i Þingahverfi í Kópavogi fyrr í dag. Á meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér var jólagjafir, skartgripir, tvær fartölvur og leikjatölva. Tilkynning um innbrotið barst um klukkan hálfeitt en húsið var mannlaust þegar þjófarnir brutust inn.

Stálu peningum en týndu dópinu

Brotist var inn í félagsmiðstöðina í Bólstaðarhlíð í morgun og höfðu þjófarnir á brott með sér peningakassa, blóðþrýstingsmæli og svokallaða lyfjarúllu. Þrjótunum varð hinsvegar á í messunni því þeir virðast hafa misst poka með hvítu efni í æsingnum. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða 11 grömm af amfetamíni. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hve mikið var af peningum í kassanum og því óvíst hvort þjófarnir hafi komið út í mínus eða plús að ránsferð lokinni.

Catalina aftur í gæsluvarðhald vegna vændismáls

Catalina Ncogo er önnur þeirra kvenna sem úrskurðuð var í vikulangt gæsluvarðhald í dag. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag samþykkti Héraðsdómur gæsluvarðhald yfir tveimur konum sem grunaðar eru um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Catalina var fyrr í þessari viku dæmd fyrir hórmang en sýknuð af mansalsákæru.

Leggja fram stjórnsýslukæru vegna Suðvesturlínu

Náttúruverndasamtök Íslands hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30. október síðastliðinn um að framkvæmd við Suðvesturlínur á Suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum, sem henni eru háðar og eru á sama svæði.

Vilja að Icesave málinu verði vísað frá Alþingi

Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi krefjast þess að frumvarpi fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninganna verði vísað frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar til frekari meðferðar.

Tvær konur handteknar vegna mansals

Tvær konur hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 11. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Konurnar, önnur um tvítugt en hin um þrítugt, eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær eru báðar íslenskir ríkisborgarar. Rannsókn málsins hefur staðið

Mjólkursamsalan gefur til hjálparstarfs innanlands

Mjólkursamsalan, sem er í eigu 700 bændafjölskyldna um land allt, hefur gefið matvæladreifingu á vegum Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins tvær og hálfa milljón króna en félagasamtökin hafa sameinast um jólaaðstoð fyrir heimili sem líða skort.

SVÞ: Miklar áhyggjur af skattamálunum

Samtök verslunar og þjónustu hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum áformum ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. Af þeim sökum undirbúa samtökin harðorða umsögn til Alþingis um frumvarp fjármálaráðherra um ráðstafanir í skattamálum.

Þingflokkar funda - stjórnarandstaðan með blaðamannafund

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna VG og Samfylkingar sitja nú á fundum og ræða framhaldið á þingstörfum. Forystumenn flokka á þingi hittust fyrr í dag þar sem reynt var að ná samkomulagi en þeim fundi lauk án niðurstöðu.

Eiður Smári stefnir mögulega DV

Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður hefur sent útgefendum og ritstjórum DV og DV.is kvörtunarbréf vegna umfjöllunar um fjármál hans.

Skipa nefnd um starfsemi Stjórnarráðsins

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem fær það verkefni að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands í heild sinni og gera tillögur um lagabreytingar. Meðal þeirra atriða sem varða starfsemi Stjórnarráðsins og verða skoðaðar eru starfshættir ríkisstjórnar og fyrirkomulag ríkisstjórnarfunda og annarra ráðherrafunda, innra skipulag ráðuneyta innan Stjórnarráðsins og starfsheiti starfsmanna. Þá verður staða pólitískra aðstoðarmanna ráðherra innan ráðuneyta skoðuð, auk fleiri þátta er varða Stjórnarráðið.

Formenn reyna að ná samkomulagi um þingstörfin

Forystumenn ríkisstjórnarinnar og formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi auk Birgittu Jónsdóttur frá Hreyfingunni hittust fyrir stundu á fundi þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu Icesave málsins á þingi auk annara stórmála á næstu dögum.

Undirrita samning um stuðning við langveik börn

Áttatíu milljónum króna verður varið til stuðnings-og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest af fjárlögum þessa árs. Samningur þess efnis verður undirritaður í dag.

Meirihlutinn enn einu sinni sprunginn í Grindavík

Þriðji bæjarstjórnarmeirihlutinn í Grindavík á kjörtímabilinu er fallinn eftir að tveir bæjarfulltrúar Vinstri grænna slitu meirihlutasamstarfi sínu við Framsóknarflokk og Samfylkinguna í gærkvöldi. Þeir hafa um leið óskað eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu um meirihlutasamstarf.

Metþátttaka í aðventuhlaupi

Metþátttaka verður í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem hefst á hádegi í dag. Allir þeir sem ljúka hlaupinu frá rauð nef og styrkja í leiðinni dag rauða nefsins hjá Unicef.

Obama hugsanlega á leið til Íslands

Reykjavík gæti orðið fyrir valinu þegar staðsetning fyrir undirritun nýs samkomulags um fækkun kjarnavopna verður undirritað á næstunni. Á vef The New York Times segir að borgirnar Genf í Sviss og Helsinki, höfuðborg Finnlands, gætu einnig orðið fyrir valinu.

Karpað um Icesave til tvö

Icesave-umræðan á Alþingi stóð til klukkan að verða tvö í nótt, að þingfundi var frestað. Þá voru átta þingmenn enn á mælendaskrá og verður umræðunni fram haldið klukkan hálfellefu.

Sumarbústaðabruni nærri Reykjavík

Gamall sumarbústaður skammt frá Gunnarshólma, rétt austan við Reykjavík, brann til kaldra kola undir morgun, en hann var mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði í nýliðnum mánuði samanborið við sama tíma í fyrra. Fækkun var milli mánaða í fimm mánuði þar til nú, að dæmið fór aðeins að snúast við.

Fjölmenni í fangageymslum

Töluverð ölvun var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar í Reykjavík fullar.

Síldin í mínus

Þverrandi líkur eru á að veiðikvótinn úr stofni sumargotssíldarinnar verði aukinn, eins og sjómenn og útvegsmenn höfðu vonast til.

Sjá næstu 50 fréttir