Innlent

Góð færð sunnan- og vestanvert landið

Það er góð færð um allt sunnan- og vestanvert landið, vegir ýmist með hálkublettum eða alveg auðir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Öllu meiri hálka er hins vegar á Norður- og Austurlandi, einkum inn til landsins. Flughált er á Háreksstaðaleið.

Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×