Innlent

Yfir sjö þúsund gegn afnámi sjómannaafsláttar á Facebook

Rúmlega sjö þúsund manns hafa skráð sig í hóp til stuðnings sjómanna á Facebook sem eru andvígir afnmámi sjómannaafsláttarins.

Til stendur að hann verði afnuminn í áföngum á næstu fjórum árum en hann var rúmlega milljarður á þessu ári.

Forysta Sjómannafélagsins hefur þegar skorað á sjómenn að sigla í land nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga en í skattabandormi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að sjómannaafsláttur lækki um 25 prósent vegna tekna á árinu 2011 og að hann verði að fullu horfinn árið 2014.

Þessum áformum er harðlega mótmælt af þeim 7400 manns sem hafa skráð sig á síðuna. Og það er hugur í meðlimum hópsins, ein stuðningskonan ritar á þar tilgerðan vegg á stuðningssíðunni:

„Stöndum saman, þeir eiga þetta skilið, og hafa alltaf átt, hvernig væri þjóðfélagið ef allir færu í jakkaföt með bindi?"

Fyrir áhugasama má skoða síðuna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×