Innlent

Fagna endalokum Varnarmálastofnunnar

Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja niður Varnarmálastofnun. Stofnun hennar hafi verið ein af þeim slæmu mistökum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi komið í verk.

Hún hafi aldrei raunverulega tryggt öryggi Íslendinga, heldur endurspeglað úrelt kaldastríðsviðhorf sem miðað hafi að því að auka hernaðarleg umsvif Íslands. Íslendingar ættu frekar, segir í ályktun Ungra Vinstri grænna, að berjast gegn stríðsrekstri en að taka þátt í honum.

Stríð valdi hörmungum og eyðileggingu og séu dýr, á sama tíma og tugir þúsunda deyji úr hungri og auðlæknanlegum sjúkdómum daglega.

Svo brengluðu gildismati þurfi að útrýma og því krefst stjórn ungra vinstri grænna þess að ríkisstjórnin láti kné fylgja kviði og segi sig úr Nató.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×