Innlent

Á annað hundrað milljónir söfnuðust fyrri Unicef

Yfir hundrað og fimmtíu milljónir króna hafa safnast fyrir barnahjálparsamtökin Unicef hér á landi. Söfnunarátakið hófst 20. nóvember á afmæli barnasáttmálans og lauk svo með stórri sjónvarpsútsendingu í Borgarleikhúsinu á degi rauða nefsins í gær.

Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segist hæstánægður með árangurinn þar sem enginn hafi búist við svo miklu, sérstaklega á krepputímum. Peningarnir renna til verkefna Unicef út um allan heim til að tryggja réttindi og velferð barna. Það eru verkefni á borð við heilsugæslu, menntun og vernd barna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×