Fleiri fréttir

140 ker bíða jarðsetningar

Nýr duftgarður verður vígður í Öskjuhlíð á morgun. Alls bíða duftker um 140 manna þess að vera grafin í garðinum sem ber nafnið Sólland. Þar er um að ræða fólk sem aðstandendur vilja fremur greftra í Fossvogi en öðrum duftgörðum.

Svínaflensan heldur í rénun

Svo virðist sem svínaflensan svonefnda hafi náð toppi að undanförnu og sé nú heldur í rénun. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.

Mál forstjórans hjá ráðuneyti

Mál forstjóra Heilbrigðisstofnunar Blönduóss er nú til meðferðar hjá lögfræðingadeild heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Helga Más Arthurssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Ríkisstjórn í ólgusjó

Eindregin krafa oddvita ríkisstjórnarflokkanna um að væntanleg lausn á Icesave-málinu verði gerð í nafni allrar ríkisstjórnarinnar varð til þess að Ögmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í gær.

Samræmt mat tefur um tvö ár

„Vissulega veldur þetta óvissu en við verðum að vinna úr þessari stöðu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfis­ráðherra að ógilda fyrri ákvörðun Skipulagsstofnunar um línulagnir vegna álversins í Helguvík og orkuframkvæmda á Suðurnesjum.

Nær öllum sagt upp á Baldri

Tólf af sextán starfsmönnum Sæferða var í gær sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. „Okkur hefur verið sagt að ferðum verði fækkað um áramótin. Þótt við vitum reyndar ekki enn hversu mikið þá getum við ekki haldið óbreyttum starfsmannafjölda. Það ræðst af því hversu mikið af ferðunum verður skorið niður hversu margir verða endurráðnir,“ segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, sem gera út Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Þingsetning í skugga pólitísks glundroða

Ríkisstjórnin gengur löskuð til þingsetningar í dag. Lyktir Icesave-málsins eru enn óljósar. Togstreita er milli stjórnarflokkanna vegna ákvarðana í ríkisstjórn.

Telur uppsögnina ólögmæta

„Við teljum þetta ólögmæta uppsögn, og það verður látið á þetta reyna,“ segir Regína Höskuldsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla. Henni var sagt upp 16. ágúst síðastliðinn eftir ágreining við stjórn skólans. Henni var tjáð að uppsögnin væri í sparnaðarskyni. Regína segist nú vera að skoða næstu skref með lögfræðingi Kennarasambandsins, en segist þegar búin að ákveða að fara í hart við skólann vegna uppsagnarinnar. Ekki náðist í formann stjórnar Landakotsskóla í gær.- bj

Tekjur lífeyrissjóða lækka

Augljóst er að ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna koma til með að lækka vegna fyrirhugaðra breytinga félagsmálaráðherra á lögum um greiðslujöfnun.

Uppruna e.coli-sýkingar leitað

Uppruna e.coli-bakteríunnar sem fimm manns sýktust af nýverið er nú leitað, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Grunur lék á að sjötti maðurinn hefði sýkst en niðurstaða rannsókna í gær sýndi að svo væri ekki.

Hið opinbera lækki launakostnað sinn

Félag íslenskra stórkaupmanna vill að ríkið veiti skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa og að launþegar fái beint ýmsar greiðslur sem renni í sameiginlega sjóði þeirra. Þetta er meðal tillagna félagsins til að smyrja hjól efnahagslífsins.

Mynda þarf starfhæfa stjórn

„Ég er orðinn áhyggjufullur yfir þessari stöðu sem blasir við okkur,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. „Ríkisstjórnin virðist vægast sagt ekki standa traustum fótum, og hefur nú ekki gert það lengi að mati okkar margra.“ Trúlega hafi aldrei verið eins mikilvægt að búa við trausta ríkisstjórn og því þurfi stjórnarflokkarnir að fara að ræða almennilega saman og leysa sín vandamál.

Sérstakir dómstólar fjalli um hrunmálin

Héraðsdómur vísaði í gær frá kröfu 25 erlendra banka vegna yfirtöku FME á SPRON. Rýrir trú erlendra aðila á íslensku dómskerfi segir lögmaður stefnenda. Dómari taldi stefnendur ekki hafa afmarkað tjón og átaldi málaskjöl á ensku.

Air Atlanta bætir flugvélum við flotann

Flugfélagið Air Atlanta mun bæta þremur Boeing 747-400-þotum í flota sinn á næstu tveimur mánuðum. Félagið hefur verið með eina til þrjár slíkar þotur í rekstri en þær verða nú fimm. Ráðning flugmanna stendur yfir og koma nokkrir þeirra úr röðum fyrrverandi starfsmanna Icelandair.

Mótmælt við þingsetningu

Viðbúið er að nokkur fjöldi fólks verði við þingsetninguna á Austurvelli í dag og láti í ljós óánægju með ástandið í stjórnmálunum. Á netinu hafa síðustu daga gengið áskoranir og hvatningar um að fólk mæti á Austurvöll vopnað skiltum, búsáhöldum og jafnvel skyri.

Fengu að skoða ísgerðina

Göngu þeirra Jóns Björnssonar og Hjálmars Forna Steingrímssonar frá Ísafirði til höfuð­borgarinnar lauk á Kaffi Reykjavík seinni partinn á sunnudag. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að þeir félagar hefðu ákveðið að ganga leiðina, sem er 450 kílómetrar, til að fá sér ís í Reykjavík.

Lán lengjast mest um þrjú ár

Greiðslubyrði af verðtryggðum lánum færist aftur til 1. janúar 2008 og til 1. maí 2008 af gengistryggðum lánum. Lánstíminn verður lengdur um þrjú ár og eftirstöðvar síðan afskrifaðar á kostnað lánastofnana.

Hrifnastir af morgunmat og pottréttum

Landspítalinn segir könnun sýna að sjúklingum á legudeildum spítalans þyki maturinn þar góður og hollur og að samsetning hans hæfi veikindum þeirra. Einnig að útlit máltíða og lykt sé góð.

Börnin borða meiri súrmjólk

Skólabörn á Íslandi drekka fjórum prósentum meiri mjólk en í fyrra eftir að byrjað var að bjóða ískalda mjólk úr sérstökum mjólkurkælum Mjólkursamsölunnar í skólum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi kúabænda.

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald var fyrr í vikunni framlengt yfir karlmanni um þrítugt sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Dalshrauni í Hafnarfirði um miðjan ágúst. Lögregla hefur lokið rannsókn málsins og hefur það verið sent til ákæruvaldsins.

Vitni eru til að undirskriftinni

Kaupsamningur milli Björgólfsfeðga og félags Ingimars H. Ingimarssonar, sem Ingimar segir falsaða, voru undir­ritaðir í viðurvist rússneskra meðeigenda. Opinber sérfræðideild í Pétursborg hefur einnig staðfest að undirritunin tilheyri Ingimari.

Rauði kross Íslands safnar

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904 1500 fyrir þá sem vilja styðja hjálparstarf meðal fórnarlamba flóðanna á Kyrrahafseyjum. Þá dragast 1500 kr. frá næsta símreikningi.

Smáríki gegn GSM-sendum

Þingið í Liechtenstein samþykkti í sumar að draga mjög úr leyfilegri hámarksgeislun frá GSM-sendum og eru mörkin þar orðin mun lægri en í nágrannalöndunum.

Þingflokksfundur VG að hefjast - býst við löngum fundi

„Við munum fara yfir hvernig við viljum að málsmeðferðin verði en endanleg niðurstaða hlýtur alltaf að leggja hjá Alþingi,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, aðspurð hvort þingflokkurinn muni styðja nýjustu hugmyndir um að ljúka Icesave málinu. Aðalatriðið sé að málið fái lýðræðislega og þingræðislega meðferð.

Líðan mannsins eftir atvikum góð

Líðan mannsins sem bjargað var úr brennandi húsi á Akureyri í kvöld er eftir atvikum góð en hann var lagður inn á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins til eftirlits í nótt. Fram kemur á vef slökkviliðs Akureyrar að talið sé að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en húsið er mikið mikið skemmt og þak þess ónýtt.

Of mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu

Ögmundur Jónasson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, telur að verið sé að skera of mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Hann segist ekki hafa verið að forðast fyrirhugaðan niðurskurð þegar hann baðst lausnar í dag.

Segja tillögur félagsmálaráðherra ófullnægjandi

Hagsmunasamtök heimilanna telja við fyrstu sýn þær tillögur sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráherra, kynnti í dag vera ófullnægjandi. Ákvörðun um greiðsluverkfall stendur því óhögguð, að fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

Pólitísk endalok Jóhönnu

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur brotthvarf Ögmundar Jónassonar sem heilbrigðisráðherra vera ótvírætt vantraust á hæfileika Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Björn telur að nú sé komið að pólitískum endalokum Jóhönnu.

Óvíst með ákvörðun um nýjan ráðherra

Óvíst er hvort þingflokkur Vinstri grænna taki ákvörðun um það á fundi sínum í kvöld hver verður eftirmaður Ögmundar Jónassonar í embætti heilbrigðisráðherra.

Fundi ríkisstjórnar lokið - sátt um næstu skref

„Það er full sátt í ríkisstjórninni um það að fara áfram með þetta mál og ná ásættanlegri niðurstöðu sem við förum væntanlega með fyrir þingið á fyrstu dögum þingsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á áttunda tímanum í kvöld. Hún og Steingrímur ræddu við blaðamenn fyrir utan stjórnarráðið. Þau vildu ekki ræða efnislega um Icesvae og drög að nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga.

Manni á sextugsaldri bjargað úr brennandi húsi á Akureyri

52 ára gömlum karlmanni var bjargað úr brennandi einbýlishúsi í Glerárhverfi á Akureyri í níunda tímanum í kvöld. Maðurinn var einn í húsinu þegar eldurinn kom upp og að sögn lögreglu var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Slökkvistarf stendur yfir en töluvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem er gamalt og stendur við Barmahlíð.

Ríkisráðsfundur á morgun

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á morgun fimmtudag. Á fundinum lætur Ögmundur Jónasson af embætti heilbrigðisráðherra. Fundurinn hefst klukkan 11:45.

Svandís sökuð um hryðjuverkaárás

Galin og óskiljanleg ákvörðun. Hryðjuverkaárás. Skemmdarverk. Þessi orð nota þingmenn Sjálfstæðisflokks um ákvörðun umhverfisráðherra um Suðurnesjalínu sem gæti tafið Helguvíkurframkvæmdir um allt að tvö ár. Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að ákvörðun ráðherrans verði hunsuð enda sé hún lögbrot.

Jóhönnu veitt umboð til að ljúka Icesave málinu

„Forsætisráðherra var veitt afdráttarlaust umboð þingflokksins til að halda áfram og ljúka Icesave málinu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, en rúmlega tveggja klukkustunda fundi þingflokksins lauk á sjötta tímanum í dag.

Nýr Icesave samningur í burðarliðnum

Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að unnið hafi verið á bak við tjöldin að drögum að nýjum Icesave samningi við Hollendinga og Breta. Stjórnvöld leita leiða til nýrrar lagasetningar sem væntanlega voru ræddar á þingflokksfundum í dag og ríkisstjórnarfundi sem hófst klukkan sex.

Sex húsleitir vegna innbrota í Garði

Lögreglan á Suðurnesjum hefur framkvæmt sex húsleitir og rætt við fjölda vitna vegna þriggja innbrota í Garði sem eru nú til rannsóknar. Innbrotin voru framin síðustu daga. Um er að ræða innbrot í Gerðaskóla síðastliðna nótt og einnig tvö innbrot í Flösina við Garðskagavita. Málin eru óupplýst.

Vill ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðiflokks og Framsóknar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að flokkur sinn myndi þriggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsóknarflokki. Hann vill að sjálfstæðismaður leiði þá stjórn. Þetta kom fram í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Aðlögun skulda og leiðrétt greiðslubyrði

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af lánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að eignastöðu og greiðslugetu.

Álftanes vill einkasjúkrahúsið

Bæjarstjórn Álftanes hefur samþykkt samhljóða að fela bæjastjóra að koma nú á þegar á framfæri eindregnum áhuga bæjastjórnar um aðkomu að áformum PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi.

Þingflokkurinn vill halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram

Steingrímur J. Sigfússon fjármálraáðherra og formaður VG sagði að loknum þingflokksfundi að allir þingmenn og ráðherrar hefðu lagt á það áherslu að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram. Hann sagðist sleginn yfir ákvörðun Ögmundar Jónassonar sem hefur sagt sig úr ríkisstjórn en sagðist jafnframt virða ákvörðunina. Steingrímur sagði þingflokkinn ákveða hver yrði eftirmaður Ögmundar og það yrði gert fljótlega. ÞIngflokkur VG ætlar að funda aftur seint í kvöld.

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hafinn

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hófst klukkan fjögur. Þingmenn vildu lítið tjá sig við fjölmiðla áður en fundurinn hófst en búist er við því að fundurinn standi í um tvo klukkutíma.

Farnir af fundi

Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason eru farnir af þingflokksfundi VG sem nú stendur yfir en fundurinn er talinn geta skorið úr um hvort ríkisstjórnarsamstarfið við Samfylkinguna haldi.

Sigmundur segir Norðmenn til í risalán til Íslendinga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Norski miðflokkurinn, systurflokkur Framsóknarflokksins, sé búinn að opna á að Íslendingum verði lánaðar verulegar upphæðir, allt að 2000 milljörðum íslenskra króna í gegnum tvíhliða samninga.

Sjá næstu 50 fréttir