Innlent

Of mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu

Mynd/Arnþór Birkisson
Ögmundur Jónasson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, telur að verið sé að skera of mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Hann segist ekki hafa verið að forðast fyrirhugaðan niðurskurð þegar hann baðst lausnar í dag.

„Ég tel að við séum að skera of mikið. Við þurfum að gæta okkur í þessum efnum. Ég hef sagt það í ríkisstjórninni að á miðju næsta ári þá þurfum við að taka öll þessi mál til endurskoðunar. Við erum að fara að vilja, að kröfu og að skipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar kemur að þessum bratta niðurskurði," sagði Ögmundur í Kastljósi fyrr í kvöld.

Þar var hann spurður af því hvort hann væri að nota Icesave málið sem afsökun til að þurfa ekki að standa að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Ögmundur sagði svo ekki vera. „Ef ég teldi að niðurskurðurinn væri að eyðileggja íslenska heilbrigðiskerfið og ég gæti ekki lifað með því myndi ég segja það og ég myndi segja af mér með þá skýru yfirlýsingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×