Innlent

Tekjur lífeyrissjóða lækka

Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir að svo geti farið að fólk borgi fjórðungi minna í vetur en ella hefði orðið. Ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna lækka því einnig.fréttablaðið/þök
Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir að svo geti farið að fólk borgi fjórðungi minna í vetur en ella hefði orðið. Ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna lækka því einnig.fréttablaðið/þök

Augljóst er að ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna koma til með að lækka vegna fyrirhugaðra breytinga félagsmálaráðherra á lögum um greiðslujöfnun.

Svo segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Annað mál sé með afskriftir að lánstíma loknum, hvort þær lendi á sjóðunum.

Lífeyrissjóðslán til fasteignakaupa eru um tíu prósent af heildareignum sjóðanna, um 170 milljarðar króna.

„Það er mjög erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á fjárhag lífeyrissjóðanna. Hvort þetta hafi í för með sér afskriftir eða hvort lántakendur greiða þennan hala í lok lánstímans,“ segir Hrafn.

Allt velti þetta á því hversu lengi kreppan vari. „Jafnskjótt og atvinnuleysi minnkar og kaupmáttur eykst fara menn eiginlega að greiða meira en í núverandi ástandi,“ segir hann.

Miðað við spár geti fólk þó gert ráð fyrir 25 prósenta lægri afborgunum innan sex mánaða, en ella hefði orðið. Í maí 2008 er greiðslujöfnunarvísitala tuttugu prósentum undir vísitölu neysluverðs og spár herma að hún lækki enn í vetur.

Nýju lögin ná til allra í stað núverandi laga þar sem fólk þarf að sækja um greiðslujöfnun. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×