Þingsetning í skugga pólitísks glundroða 1. október 2009 05:30 Gengið til þingsetningar. Þing kom saman 15. maí eftir kosningarnar í apríllok. Ríkisstjórnin var þá full orku og sjálfstrausts. Annað er uppi á teningunum nú; stjórnin kemur löskuð til þings.fréttablaðið/gva Staða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er afar veik eftir atburði síðustu daga og óvíst hvort hún hefur pólitískt þrek til að starfa mikið lengur. Afsögn Ögmundar Jónassonar og óljós staða Icesave-málsins ráða mestu en fleira kemur til. Togstreitu gætir í röðum Samfylkingarinnar í garð samstarfsflokksins. Til að mynda eru Samfylkingarþingmenn óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að una ekki úrskurði Skipulagsstofnunar um ónauðsyn sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Helguvíkurálvers. Jafnframt telja þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ganga fullhart fram í andstöðu sinni við ESB-aðild. Enda þótt hann sé frjáls að skoðunum sínum hafi ríkisstjórn og Alþingi ákveðið að ganga til aðildarviðræðna við sambandið. Hvað sem þessari óánægju líður telja þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við annað ríkisstjórnarsamstarf ófært. Hinir sömu sögðu algjöra einurð ríkja í þingflokki sínum um að halda áfram samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og semja þannig um Icesave að Bretar og Hollendingar geti við unað. Að öðrum kosti sé endurreisn efnahagslífsins ómöguleg. Jóhanna Sigurðardóttir hefur því stuðning alls síns liðs. Staðan innan VG er flóknari. Efasemda gagnvart Icesave gætir víðar en hjá Ögmundi Jónassyni. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni er í nöp við málið en heldur er talið að Guðfríður Lilja og Ásmundur greiði götu þess þegar ríkisstjórninni, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, hefur auðnast að ná samkomulagi við viðsemjendurna. Með öllu er óvíst um afstöðu Lilju Mósesdóttur. Innan þingflokks VG er, líkt og hjá Samfylkingunni, full samstaða um að halda beri stjórnarsamstarfinu áfram. Þingsetningarathöfnin hefst á guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag. Að henni lokinni verður eiginleg þingsetning í Alþingishúsinu með ávarpi forseta. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt klukkan fjögur. Stefnuræða forsætisráðherra er áformuð á mánudag. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Staða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er afar veik eftir atburði síðustu daga og óvíst hvort hún hefur pólitískt þrek til að starfa mikið lengur. Afsögn Ögmundar Jónassonar og óljós staða Icesave-málsins ráða mestu en fleira kemur til. Togstreitu gætir í röðum Samfylkingarinnar í garð samstarfsflokksins. Til að mynda eru Samfylkingarþingmenn óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að una ekki úrskurði Skipulagsstofnunar um ónauðsyn sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Helguvíkurálvers. Jafnframt telja þeir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ganga fullhart fram í andstöðu sinni við ESB-aðild. Enda þótt hann sé frjáls að skoðunum sínum hafi ríkisstjórn og Alþingi ákveðið að ganga til aðildarviðræðna við sambandið. Hvað sem þessari óánægju líður telja þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við annað ríkisstjórnarsamstarf ófært. Hinir sömu sögðu algjöra einurð ríkja í þingflokki sínum um að halda áfram samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og semja þannig um Icesave að Bretar og Hollendingar geti við unað. Að öðrum kosti sé endurreisn efnahagslífsins ómöguleg. Jóhanna Sigurðardóttir hefur því stuðning alls síns liðs. Staðan innan VG er flóknari. Efasemda gagnvart Icesave gætir víðar en hjá Ögmundi Jónassyni. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni er í nöp við málið en heldur er talið að Guðfríður Lilja og Ásmundur greiði götu þess þegar ríkisstjórninni, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, hefur auðnast að ná samkomulagi við viðsemjendurna. Með öllu er óvíst um afstöðu Lilju Mósesdóttur. Innan þingflokks VG er, líkt og hjá Samfylkingunni, full samstaða um að halda beri stjórnarsamstarfinu áfram. Þingsetningarathöfnin hefst á guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag. Að henni lokinni verður eiginleg þingsetning í Alþingishúsinu með ávarpi forseta. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt klukkan fjögur. Stefnuræða forsætisráðherra er áformuð á mánudag. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira