Innlent

Uppruna e.coli-sýkingar leitað

Haraldur Briem
Haraldur Briem

Uppruna e.coli-bakteríunnar sem fimm manns sýktust af nýverið er nú leitað, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Grunur lék á að sjötti maðurinn hefði sýkst en niðurstaða rannsókna í gær sýndi að svo væri ekki.

„Við höfum sent þá stofna sem upp komu hér til útlanda til að bera saman við stofna þar, en höfum ekkert svar fengið enn,“ segir Haraldur. „Þá er verið að leita eftir samnefnara, sem þeir sem veiktust kunna að hafa, en það er tímafrekt.“

Hann segir greinilegt að sýkingin hafi komið upp hér á landi. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×