Innlent

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald var fyrr í vikunni framlengt yfir karlmanni um þrítugt sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Dalshrauni í Hafnarfirði um miðjan ágúst. Lögregla hefur lokið rannsókn málsins og hefur það verið sent til ákæruvaldsins.

Maðurinn sem lést reyndist vera með mikla áverka á höfði þegar lögreglu bar að. Þeir eru taldir hafa dregið hann til dauða.

Maðurinn sem er í haldi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, meðal annars vegna ofbeldis- og fíkniefnabrota.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×