Innlent

Rauði kross Íslands safnar

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904 1500 fyrir þá sem vilja styðja hjálparstarf meðal fórnarlamba flóðanna á Kyrrahafseyjum. Þá dragast 1500 kr. frá næsta símreikningi.

Að sögn Helgu Báru Bragadóttur, sendifulltrúa Rauða kross Íslands á Fiji, munaði miklu á Samóa um starf 135 sjálfboðaliða Rauða krossins sem þustu á strandsvæði til að láta vita af yfirvofandi flóðbylgju.

Á Samóa hefur Rauði krossinn komið upp fimm tjaldbúðum fyrir fólk sem komst lífs af úr flóðbylgjunni. Rauða kross-félög eru á öllum eyjunum í Kyrrahafi, þar sem alls eru þrettán sjálfstæð ríki. Öll hafa þjálfaða sjálfboðaliða og aðgang að neyðarbirgðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×