Innlent

140 ker bíða jarðsetningar

Nýr duftgarður verður vígður í Öskjuhlíð á morgun. Alls bíða duftker um 140 manna þess að vera grafin í garðinum sem ber nafnið Sólland. Þar er um að ræða fólk sem aðstandendur vilja fremur greftra í Fossvogi en öðrum duftgörðum.

„Garðurinn mun taka um 35 þúsund ker og duga út þessa öld og vel inn í þá næstu," segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Sá fyrsti sem greftraður verður í Sóllandi og verður þar með vökumaður garðsins er Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.- gar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×