Innlent

Farnir af fundi

Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson.
Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason eru farnir af þingflokksfundi VG sem nú stendur yfir en fundurinn er talinn geta skorið úr um hvort ríkisstjórnarsamstarfið við Samfylkinguna haldi.

Samkvæmt heimildum Vísis reynir Steingrímur J. Sigfússon fjárrmálaráðherra nú að sannfæra þá sem eru andvígir nýrri tillögu ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu um að greiða tillögunni atkvæði sitt.

Hvorki Ögmundur né Jón vildu tjá sig þegar þeir gengu af fundinum.






Tengdar fréttir

Þingflokksfundur hafinn hjá VG

Þingmenn VG sitja nú á fundi sem boðað var til í framhaldi af afsögn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra í hádeginu. Fundurinn hófst upp úr klukkan tvö og vildu þingmenn ekkert tjá sig við fjölmiðla áður en þeir gengu á fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×