Hið opinbera lækki launakostnað sinn 1. október 2009 05:00 Almar Guðmundsson „Það er hreinlega mjög áberandi ójafnræði í skattheimtu,“ sagði framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna um ný vörugjöld sem lögð voru á sumar matvörur en ekki aðrar.Fréttablaðið/VIlhelm Félag íslenskra stórkaupmanna vill meiri áherslu á að grundvöllur lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði styrktur. Þetta kemur fram í tillögum FÍS um örvun efnahagslífsins. „Við teljum mjög mikilvægt að þessi fyrirtæki einmitt haldi sinni stöðu og styrk þannig að efnahagslífið haldi áfram að snúast,“ sagði Margrét Guðmundsdóttir, formaður FÍS. Að sögn Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra FÍS, er mikilvægt að opinberir aðilar lækki hjá sér launakostnað um tíu prósent. Á árunum 2007 hafi einkageirinn dregist saman um fjörutíu prósent en ríkið vaxið um tíu prósent. Hann sagði fyrirtækin ekki þola frekari skattbyrðar og dró í efa að slíkar aðgerðir skiluðu árangri. Betra væri að leyfa atvinnulífinu að ná sér á strik og styrkja þannig skattstofna til lengri tíma. Almar sagði FÍS styðja áform um orkufrekan iðnað. Ekki síður væri mikilvægt að örva fjárfestingu á almennari máta. Í tillögum félagsins felst meðal annars að skattaafsláttur verði veittur til kaupa á hlutabréfum í einkafyrirtækjum og að launþegar fái beint í vasann fé sem atvinnurekendur greiði nú í ýmsa sjóði launþega. Þá er gert ráð fyrir flýtiafskriftum til að örva fjárfestingar og afnámi vörugjalda á fjárfestingarvörur. Almar sagði stöðugleika á vinnumarkaði áhyggjuefni. „Möguleg lausn gæti verið að tímabundið sé ákveðnum gjöldum, sem fara núna í sjóði launþega, veitt beint í launaumslagið hjá launþegum,“ sagði Almar, sem kvað þarna til dæmis um að ræða framlag atvinnurekenda í ýmiss konar starfsmenntasjóði, sjúkrasjóði og orlofshúsasjóði. „Þarna gæti náðst tveggja til fjögurra prósenta kaupamáttaraukning fyrir launþegana án þess að um sé að ræða kostnaðaraukningu fyrir atvinnulífið.“ Um skattaafslátt til hlutabréfakaupa sagði Almar tillögu FÍS fela í sér svipaða útfærslu og áður þekktist en að hún yrði víðtækari og næði bæði til einstaklinga og fjárfestingarfélaga. Miða mætti við tíu milljóna króna þak og eignarhaldstíma til fimm ára. „Tíu milljónir eru mun hærra en við þekktum en það er líka vegna þess að við teljum mikilvægt að þessir aðgerðir bíti,“ útskýrði hann. FÍS leggur einnig til að skylt verði að bjóða til sölu á innlendum mörkuðum fiski sem annars er fluttur úr óunninn í gámum. „Við teljum það jafnræðisatriði að þessi afli fari á markað og að það sé hægt fyrir innlenda fiskvinnslu að nálgast þennan afla og vinna á Íslandi með tilheyrandi fjárfestingu og atvinnusköpun í stað þess að hann fari óunninn út í gámum,“ sagði Almar Guðmundsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Félag íslenskra stórkaupmanna vill meiri áherslu á að grundvöllur lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði styrktur. Þetta kemur fram í tillögum FÍS um örvun efnahagslífsins. „Við teljum mjög mikilvægt að þessi fyrirtæki einmitt haldi sinni stöðu og styrk þannig að efnahagslífið haldi áfram að snúast,“ sagði Margrét Guðmundsdóttir, formaður FÍS. Að sögn Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra FÍS, er mikilvægt að opinberir aðilar lækki hjá sér launakostnað um tíu prósent. Á árunum 2007 hafi einkageirinn dregist saman um fjörutíu prósent en ríkið vaxið um tíu prósent. Hann sagði fyrirtækin ekki þola frekari skattbyrðar og dró í efa að slíkar aðgerðir skiluðu árangri. Betra væri að leyfa atvinnulífinu að ná sér á strik og styrkja þannig skattstofna til lengri tíma. Almar sagði FÍS styðja áform um orkufrekan iðnað. Ekki síður væri mikilvægt að örva fjárfestingu á almennari máta. Í tillögum félagsins felst meðal annars að skattaafsláttur verði veittur til kaupa á hlutabréfum í einkafyrirtækjum og að launþegar fái beint í vasann fé sem atvinnurekendur greiði nú í ýmsa sjóði launþega. Þá er gert ráð fyrir flýtiafskriftum til að örva fjárfestingar og afnámi vörugjalda á fjárfestingarvörur. Almar sagði stöðugleika á vinnumarkaði áhyggjuefni. „Möguleg lausn gæti verið að tímabundið sé ákveðnum gjöldum, sem fara núna í sjóði launþega, veitt beint í launaumslagið hjá launþegum,“ sagði Almar, sem kvað þarna til dæmis um að ræða framlag atvinnurekenda í ýmiss konar starfsmenntasjóði, sjúkrasjóði og orlofshúsasjóði. „Þarna gæti náðst tveggja til fjögurra prósenta kaupamáttaraukning fyrir launþegana án þess að um sé að ræða kostnaðaraukningu fyrir atvinnulífið.“ Um skattaafslátt til hlutabréfakaupa sagði Almar tillögu FÍS fela í sér svipaða útfærslu og áður þekktist en að hún yrði víðtækari og næði bæði til einstaklinga og fjárfestingarfélaga. Miða mætti við tíu milljóna króna þak og eignarhaldstíma til fimm ára. „Tíu milljónir eru mun hærra en við þekktum en það er líka vegna þess að við teljum mikilvægt að þessir aðgerðir bíti,“ útskýrði hann. FÍS leggur einnig til að skylt verði að bjóða til sölu á innlendum mörkuðum fiski sem annars er fluttur úr óunninn í gámum. „Við teljum það jafnræðisatriði að þessi afli fari á markað og að það sé hægt fyrir innlenda fiskvinnslu að nálgast þennan afla og vinna á Íslandi með tilheyrandi fjárfestingu og atvinnusköpun í stað þess að hann fari óunninn út í gámum,“ sagði Almar Guðmundsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira