Innlent

Hrifnastir af morgunmat og pottréttum

Landspítalinn segir könnun sýna að sjúklingum á legudeildum spítalans þyki maturinn þar góður og hollur og að samsetning hans hæfi veikindum þeirra. Einnig að útlit máltíða og lykt sé góð.

„Þá fær morgunmaturinn bestu einkunn meðal sjúklinga en miðdegisbitinn, kjöt- og pottréttir fylgja þar fast á eftir," segir í frétt Landspítalans þar sem fram kemur að helst vilji sjúklingar hafa meira um það að segja hvað þeir fá að borða, auk þess sem fiskrétti, unnar matvörur og grænmetisrétti þurfi.- gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×