Innlent

Álftanes vill einkasjúkrahúsið

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Haraldur Jónasson
Bæjarstjórn Álftanes hefur samþykkt samhljóða að fela bæjastjóra að koma nú á þegar á framfæri eindregnum áhuga bæjastjórnar um aðkomu að áformum PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi.

Stefnt er að því að einkarekið sjúkrahús sem mun sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum á erlendum ríkisborgurum verði opnað hér á landi 2011 eða 2012. Forsvarsmenn verkefnisins skoða nú lóðir á Álftanesi, í Garði og Mosfellsbæ. Áformað er að reisa sjúkrahús með 120 herbergjum, sem geti annað allt að sex þúsund sjúklingum á ári.

Bæjarstjórn er einhuga um að fara í verkefnið að fullum krafti, að fram kemur í yfirlýsingu. „Svæðið sem um ræðir fyrir starfsemina er um margt einstakt og getur eftir atvikum vel rúmað þau mannvirki sem þörf er á. Sveitarfélagið Álftanes stefnir að því að vera í fararbroddi sveitarfélaga í umhverfisstarfi og fellur það vel að hugmyndum PrimaCare um sjálfbæran rekstur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×